Þekkingarbrunnurinn the Nordic Gender Effect at Work opnar í dag

Í dag opnar Norræna ráðherranefndin þekkingarbrunninn the Nordic Gender Effect at Work.  Þar er að finna fimm stuttar samantektir á ensku um þá þætti sem mest áhrif hafa haft á þróun stöðu jafnréttis á Norðurlöndum síðastliðin 50 ár, þá þætti sem hafa orðið til þess að þrír fjórðu hlutar kvenna á Norðurlöndum stunda launavinnu. Hugmyndin er að kynna betur reynslu Norðurlandanna á heimsvísu svo reynslan nýtist til þess að gera fleiri konum kleift að stunda launavinnu. #NordicSolutions #NordicEquality