Starfsmannafundur í Reykjavík

Allir starfsmenn Jafnréttisstofu voru staddir í Reykjavík fyrr í vikunni og því var tækifærið nýtt til halda starfsmannafund á Hallveigarstöðum, en þar hafa tveir starfsmenn stofunnar starfsaðstöðu.

Verkefni haustsins voru skipulögð og rætt var það sem er efst á baugi hjá Jafnréttisstofu um þessar mundir, svo sem nýju lögin um bann við allri mismunun, jafnlaunavottun, innköllun jafnréttisáætlana o.fl.