Skál fyrir genunum, peningunum og framtíðinni!

Þorgerður Einarsdóttir og Gyða Margrét Pétursdóttir fjalla um kynjagreiningu rannsóknarskýrslunnar í opnum fyrirlestri:  “Skál fyrir genunum, peningunum og framtíðinni! - Kynjagreining á Skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis". Í fyrirlestrinum er greint frá niðurstöðum kynjafræðilegrar greiningar á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem gerð var að beiðni þingmannanefndar sem fjallaði um skýrsluna. Rætt er um hvernig samfélagslegar og menningarbundnar hugmyndir og orðræða um kyn, karlmennsku og kvenleika, léku stórt hlutverk í þeirri atburðaráðs sem leiddi til hrunsins. Langflestir aðalleikendur í bankahruninu voru karlkyns. Ráðandi karlmennskuhugmyndir, sem í senn byggjast á samkeppni og samtryggingu, ýttu fjármálakerfi landsins fram af brúninni. Þjóðhervar karlmennskuhugmyndir um meinta yfirburði íslenskra karla mynduðu hugmyndafræðilega réttlætingu fyrir þá þróun sem hér varð. Mat á gildum eins og ígrundun og reynsla vék fyrir skynjun á meintu innsægi og snilld karla til athafna.

Opinn fyrirlestur Þorgerðar Einarsdóttur og Gyðu Margrétar Pétursdóttur í Öskju (H.Í) stofu 132 þriðjudaginn 21. september kl. 12.25-13.15