Norræn ráðstefna um jafnréttisfræðslu í skólum

Norræn ráðsstefna um jafnréttisfræðslu í skólum verður haldin 21. – 22. september n.k. á vegum norrænu ráðherranefndarinnar. Á ráðstefnunni verða fyrirmyndarverkefni Norðurlandanna á sviði jafnréttisstarfs í skólum kynnt. Lögð verður áhersla á efni sem veitt getur innblástur til góðra verka í jafnréttismálum í bland við fræðileg erindi.

Ráðstefnan sem er öllum opin er kjörin vettvangur fyrir skólafólk, foreldra, fræðimenn, stjórnmálamenn og alla þá sem vilja fræða og fræðast um jafnrétti í námi og starfi. Á ráðstefnunni verður lögð áhersla á að kynna efni sem veitt getur innblástur til góðra verka í jafnréttismálum í bland við fræðileg erindi.

Á þessu ári fer Ísland með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni og er jafnréttisfræðsla í skólum eitt af forgangsverkefnum nefndarinnar. Félags- og tryggingamálaráðuneytið og menntamálaráðuneytið sjá um framkvæmd ráðstefnunnar en umsjón með undirbúningi hefur Jafnréttisstofa.

Ráðstefnan sem hefst að kvöldi mánudagsins 21. september fer fram á skandinavísku og verður túlkuð.

Mánudagur 21. september
18:00 – 18:30 Skráning og móttaka ráðstefnugesta
18:30 – 18:45 Setning og ávarp félags- og tryggingamálaráðherra.
18:45 - 19:45 Mikes Younger, deildarforseti kennaradeildar Cambridge-háskóla:
19:45 – 20:00 Tónlistaratriði
20:00 – 21:30 Móttaka og kynningarbásar opnaðir

Þriðjudagur 22. september
08:30 – 09:00 Húsið opnar
09:00 – 09:15 Ávarp menntamálaráðherra
09:15 - 09:45 Eva Nyström, lektor við Umeå háskóla í Svíþjóð:
09:45 – 10:15 Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor við Háskólann á Akureyri
10:15 – 10:45 Stutt kynning á verkefnum um jafnréttisstarfs í kynningarbásum

Kaffihlé

10:45 – 12:45 Kynning á fyrirmyndarverkefnum á Norðurlöndum
Danmörk - Cecilie Nørgaard
Finnland - Haataja Marja-Leena
Ísland –
Noregur – Nina Johannesen
Svíþjóð – Elisabet Wahl

13:00 – 14:00 Stutt kynning á verkefnum um jafnréttisstarfs í kynningarbásum

Hádegisverður

14:00 – 15:30 Málstofur
1. Kynjafræði og kennaramenntun.
2. Kynbundið náms- og starfsval
3. Hjallastefnan. Kynjaskipting í skólastarfi - okkar leið í jafnréttismálum.

15:30 – 15:45 Kaffihlé og kynningarbásar
15:45 – 16:30 Niðurstöður úr málstofum og umræður
16:30 – 17:00 Samantekt og ráðstefnuslit

Boðsbréf á námsstefnuna

Skráning fer fram hér