Ráðstefna um birtingarmyndir ofbeldis - afleiðingar og úrræði

Jafnréttisstofa, Rannsóknamiðstöð gegn ofbeldi og Háskólinn á Akureyri munu halda ráðstefnu um birtingarmyndir ofbeldis - afleiðingar og úrræði í Háskólanum á Akureyri  föstudaginn 11. maí kl. 13.00-17.00. Dagskrá ráðstefnunnar er metnaðarfull og víðtæk þar sem sérfræðingar af ólíkum sviðum samfélagsins fjalla um aðkomu sína að ofbeldismálum, rannsóknir og helstu þætti sem nauðsynlegt er að skoða til að auka þekkingu og úrræði í þessum málaflokki hérlendis.

Ráðstefnan er öllum opin.

Dagskrá ráðstefnunnar og upplýsingar um skráningu má nálgast hér.