Ráðstefna: In/Equalities, Democracy and the Politics of Transition

Við vekjum athygli á ráðstefnunni „In/Equalities, Democracy and the Politics of Transition“ sem fer fram við Háskóla Íslands 10.-12. maí á vegum EDDU – öndvegisseturs. Þá bendum við sérstaklega á málstofuna „Gender, Well-being and Povery“ sem fer fram á morgun, fimmtudaginn 10. maí, kl. 16.15-18.15, í Öskju, stofu 132. Á meðal fyrirlesara í málstofunni er Sylvia Walby, prófessor í félagsfræði við Lancaster-háskóla, sem mun flytja erindið: „In What Way a Transition? Examining Political Responses to the Financial Crisis Using a Gender Lens“. Walby er leiðandi fræðimaður á sviði kynjafræða og m.a. höfundur bókarinnar The Future of Feminism (Polity 2011).

Útdrátt úr erindi Walby má nálgast á slóðinni https://transition.hi.is/wp-content/uploads/2012/04/Sylvia-Walby-read.pdf

Nánari upplýsingar má nálgast hér að neðan og á heimasíðu ráðstefnunnar.