Reykjavíkurborg gegn ofbeldi

Í tilefni 16 daga alþjóðlegs átaks gegn kynbundnu ofbeldi hafa fulltrúar í mannréttindaráði og starfsfólk Reykjavíkurborgar tekið höndum saman og ætla að fjalla um kynbundið ofbeldi, hver með sínum hætti, á vef borgarinnar. Á hverjum degi á þessu tímabili mun birtast ljóð, lag, hugleiðing eða örsaga um efnið. Höfundar hafa valið sér myndskreyti til að vinna með.


Borgarráð samþykkti í sumar aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum.
Reykjavíkurborg hefur einnig sett upp vefi á íslensku, pólsku og ensku þar sem finna má upplýsingar um það hvert er hægt að leita verði viðkomandi fyrir ofbeldi.

Vefsíðan: Reykjavíkurborg gegn ofbeldi