Hvernig gengur þér að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf?

Hið gullna jafnvægi, vettvangur þeirra sem vilja stuðla að bættu starfsumhverfi, auknum sveigjanleika og samhæfingu fjölskyldu- og atvinnulífs, er aftur komið í loftið. Eitt af markmiðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla er að gera konum og körlum kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu. Um þetta er fjallað í jafnréttisáætlun stjórnvalda fyrir árin 2011-2014. Til að vinna að þessu mikilvæga verkefni skipaði velferðarráðuneytið í samstarfi við Jafnréttisráð og Jafnréttisstofu vinnuhóp um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Í vinnuhópnum sitja fulltrúar atvinnulífsins og frjálsra félagasamtaka
Í lok nóvember boðaði vinnuhópurinn til morgunverðarfundar þar sem m.a. var leitað svara við því hvernig fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög geta auðveldað starfsfólki og eða íbúum að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Morgunverðarfundinn má finna á heimasíðu verkefnisins www.hiðgullnajafnvægi.is

Hugmyndir og eða ábendingar um áhugavert efni á síðuna eru vel þegnar en þær má senda á Jafnréttisstofu á netfangið jafnretti@jafnretti.is