Fréttir

Staða kynjanna jöfnust hjá Akureyrarbæ

Akureyrarbær er það sveitarfélag á Íslandi þar sem staða kynjanna er hvað jöfnust, samkvæmt niðurstöðum Jafnréttisvogarinnar, Evrópuverkefnis sem stýrt var af Jafnréttisstofu. Þetta kom fram á málþingi sem Jafnréttisstofa stóð fyrir á Hótel KEA í hádeginu í dag.

Krefjast þess að Fjármálaeftirlitið fari að jafnréttislögum

Stjórn Kvenréttindafélags Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem félagið krefst þess að Fjármálaeftirlitið fari að jafnréttislögum, en aðeins tvær konur eru á meðal þeirra sem skipaðir hafa verið í skilanefndir vegna yfirtöku ríkisins á fjármálastofnunum. Jafnframt fagnar félagið ráðningu á konu í starf bankastjóra Landsbankans. 

Eru kvótar og sértækar aðgerðir aumingjahjálp fyrir konur?

Jafnréttisstofa og Háskólinn á Akureyri boða til fyrsta jafnréttistorgs vetrarins miðvikudaginn 8. október kl. 12 á hádegi. Þorgerður Einarsdóttir, doktor í félagsfræði og dósent í kynjafræði við Háskóla Íslands, fjallar um kynjakvóta og sértækar aðgerðir undir yfirskriftinni: „Eru kvótar og sértækar aðgerðir aumingjahjálp fyrir konur?“

Kynjadagar í Listaháskóla Íslands

Kynjadagar Listaháskóla Íslands eru haldnir vikuna 6. október - 10. október. Dagskráin er helguð kynjunum og kynjaímyndum. Nemendur Listaháskólans og listamenn kynna verk tengd kynjafræðum og verða með innlegg. Kynjadagar LHÍ eru haldnir að frumkvæði jafnréttisnefndar skólans.

Jafnréttisþing 2008

Í samræmi við nýsamþykkt lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla boða  félags- og tryggingamálaráðuneytið og Jafnréttisráð til jafnréttisþings 7. nóvember næstkomandi að Hótel Sögu frá klukkan 9 til 17.

Lýsir yfir áhyggjum af auknum launamun kynjanna

Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga fór fram dagana 18.-19. september í Mosfellsbæ. Fundurinn tókst mjög vel og voru fundargestir á fimmta tug frá öllu landinu. Á fundinum var Evrópusáttmáli um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum kynntur, auk þess sem ályktanir um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum og stjórnun fyrirtækja, jafnrétti í skólum og kynbundinn launamun voru samþykktar.

Fyrstu sveitarfélögin undirrita Evrópusáttmála um jafnrétti

Akureyrarbær og Mosfellsbær urðu í síðustu viku fyrstu íslensku sveitarfélögin til þess að undirrita Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarstjórnum og héruðum. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, skrifaði undir sáttmálann í lok landsfundar sveitarfélaga, sem haldinn var sl. föstudag, en Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, skrifaði undir sáttmálann fyrr í vikunni.

Vel heppnað jafnréttisþing í Mosfellsbæ

Rúmlega 50 manns sóttu jafnréttisþing sem fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar stóð fyrir sl. fimmtudag, en þingið var haldið til heiður Helgu J. Magnúsdóttur sem var fyrst kvenna oddviti í sveitarfélaginu fyrir hálfri öld. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt að fæðingardagur Helgu, 18. september, verði framvegis árlegur jafnréttisdagur bæjarins.

Landsfundur jafnréttisnefnda í dag

Landsfundur jafnréttisnefnda fer fram í dag í Mosfellsbæ. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar stendur fyrir fundinum að þessu sinni. Dagskrá landsfundarins hófst í gær að loknu jafnréttisþingi Mosfellsbæjar og heldur áfram nú kl. 9.

Jafnréttisþing í Mosfellsbæ í dag

Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar stendur fyrir jafnréttisþingi sem haldið verður í Hlégarði í Mosfellsbæ í dag, fimmtudaginn 18. september. Þingið hefst kl. 13, en það er haldið í samvinnu við Kvenfélagasamband Íslands og Kvenréttindafélag Íslands.