Jafnréttisstofa heimsækir Austurland

Jafnréttisstofa verður með opinn fund um jafnréttismál og ný jafnréttislög á Egilsstöðum á morgun, miðvikudaginn 10. september. Fundurinn verður haldinn á Hótel Héraði og hefst kl. 17.Starfsmenn Jafnréttisstofu eru þessa dagana á ferð um landið, til þess að ræða um jafnréttismál við almenning og fólk í sveitarstjórnum. Fyrsti fundurinn var haldinn á Ísafirði 4. september, en alls eru fyrirhugaðir sex fundir víðs vegar um landið.

Á fundinum á morgun mun Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, fjalla um stöðu og horfur í jafnréttismálum. Þá kynnir Ingibjörg Elíasdóttir, lögfræðingur á Jafnréttisstofu, nýju jafnréttislögin og mun hún fara yfir helstu nýjungarnar sem lögin fela í sér. Allt áhugafólk um jafnrétti kynjanna er hvatt til að mæta á fundinn.