Bókmenntadagskrá á Amtsbókasafninu

Í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi stóð Jafnréttisstofa fyrir bókmenntadagskrá á Amtsbókasafninu á Akureyri síðastliðinn fimmtudag.Bókmenntadagskráin var mjög áhugaverð og vönduð í alla staði. 

Leikararnir góðkunnu, Guðmundur Ólafsson, Saga Jónsdóttir og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir lásu kafla úr Sölku Völku eftir Halldór Laxness, Sumum sögum eftir Elínu Ebbu Gunnarsdóttur og Myrká eftir Arnald Indriðason.

Pálína Dagný Guðnadóttir og Gréta Kristín Ómarsdóttir úr Leikfélagi Menntaskólans á Akureyri fluttu ljóð eftir Thelmu Ásdísardóttur og ljóðið Fiðrildi eftir Hrund Gunnsteinsdóttur.

Birna Pétursdóttir og Axel Ingi Árnason fluttu lag við ljóð Páls Ólafssonar en þau eru einnig nemendur í Menntaskólanum á Akureyri.