Skráning í trúfélög og jafnrétti kynjanna

Katrín Jakobsdóttir, þingmaður, hefur lagt fram á Alþingi fyrirspurn til dóms- og kirkjumálaráðherra um það hvort ástæða sé til að breyta lögum þannig að foreldrar eða forsjáraðilar taki sameiginlega ákvörðun um skráningu barns í trúfélag, í samræmi við nýlegt álit lögfræðings Jafnréttisstofu. Núgildandi löggjöf gerir ráð fyrir sjálfkrafa skráningu barns í trúfélag móður við fæðingu.
Jafnréttisstofa sendi fyrr í mánuðinum frá sér svar við fyrirspurn einstaklings um ákvæði laga um skráningu í trúfélög. Lögfræðingur Jafnréttisstofu komst þar að þeirri niðurstöðu að ákvæði laga um sjálfvirka skráningu barns í trúfélag móður væri tæpast í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna.

Fyrirspurn Katrínar má lesa hér.