Samstaða á Ráðhústorgi

Í tilefni af alþjóðlegu 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi var efnt til útifundar á Ráðhústorgi síðastliðinn föstudag
5. desemberFundurinn hófst með ávarpi formanns Zontaklúbbs Akureyrar, Huldu Hrannar M. Helgadóttur sem nýtti tækifærið til að færa Aflinu styrk frá klúbbnum.  Sigurður Hólm Gunnarsson starfsmaður Aflsins tók við styrknum og kynnti starfsemi Aflsins. 

Söngur Barnakórs Tónlistaskólans á Akureyri og Karlakórs Akureyrar ómaði um torgið og nemendur úr Oddeyrarskóla þöndu strengina. Kristín Sóley Björnsdóttir frá Zontaklúbbi Akureyrar flutti tvö ljóð.

Útifundurinn var vel sóttur og var samstöðufólk duglegt að kaupa kerti til styrktar Aflinu.

Þau félög sem stóðu að útifundinum voru:

• Samfélags- og mannréttindaráð Akureyrarbæjar
• Jafnréttisstofa
• Aflið – systursamtök Stígamóta
• Zontaklúbburinn Þórunn Hyrna
• Zontaklúbbur Akureyrar
• Menntasmiðja kvenna
• UNIFEM á Íslandi
• Norðurlandsdeild Ljósmæðrafélags Íslands
• Norðurlandsdeild Hjúkrunarfélags Íslands


Hér er hægt að nálgast erindi Kristínar Ástgeirsdóttur, framkvæmdastýru Jafnréttisstofu í tilefni Samstöðunnar á torginu.