Opið fjarnámskeið fyrir starfsfólk sveitarfélaga

Í haust bauð Jafnréttisstofa sveitarfélögum upp á fjarnámskeið um jafnréttislöggjöfina og aðferðafræði kynjasamþættingar sem sveitarfélögum er ætlað að nota við stefnumótun og ákvarðanatöku í tengslum við þjónustu við borgarana. Námskeiðið var vel sótt og nú býður Jafnréttisstofa starfsfólki sveitarfélaganna frítt aðgengi að nokkrum fyrirlestrum í rúma viku.

Um er að ræða fimm fyrirlestra sem fluttir eru af Jóni Fannari Kolbeinssyni, lögfræðingi, Bergljótu Þrastardóttur, sérfræðingi og Ástu Júlíu Aðalsteinsdóttur, viðburðarstjóra hjá Öldrunarheimilum Akureyrar.

Það er von Jafnréttisstofu að starfsfólk sveitarfélaga nýti þetta tækifæri til náms en fyrirlestrana má hlýða á hvenær sem er, þeir eru ágætis tilbreyting og gefa góða mynd af mikilvægum viðfangsefnum sveitarfélaga þegar kemur að virku jafnréttisstarfi.

Fyrirlestrarnir verða opnir til 8. apríl n.k..