Nýtt námskeið í fjarnámi: Jafnréttisáætlanir sveitarfélaga með áherslu á kynjasamþættingu

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Rannsóknarsetur um sveitarstjórnarmál standa fyrir námskeiði um gerð jafnréttisáætlana sveitarfélaga í samstarfi við og stuðningi frá Jafnréttisstofu. Námskeiðið kallast Jafnréttisáætlanir sveitarfélaga með áherslu á kynjasamþættingu og er þriggja daga fjarnámsnámskeið og verður sent út frá Akureyri dagana 4., 5. og 6. desember milli kl. 10 og 12. Alls 6 klukkustundir. 

Námskeiðið er ætlað sveitarstjórnarfólki, stjórnendum, sviðsstjórum og öðru starfsfólki sveitarfélaga sem kemur að gerð jafnréttisáætlana.  

Viðfangsefni: Farið verður yfir gerð jafnréttisáætlana með áherslu á kynjasamþættingu, hlutverk Jafnréttisstofu og lög nr.10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og skyldur sveitarfélaga. Einnig verður horft til reynslu einstakra sveitarfélaga.

Kennarar námskeiðsins eru Arnfríður Aðalsteinsdóttir sérfræðingur, Bergljót Þrastardóttir sérfræðingur og Jón Fannar Kolbeinsson lögfræðingur. Þau starfa öll hjá Jafnréttisstofu.

Skráning og nánari upplýsingar hér.