Jafnrétti innflytjenda á atvinnumarkaði

Lögmannsstofan Aðalsteinsson & Partners birti nýlega skýrslu um rannsókn á atvinnumöguleikum innflytjenda á Íslandi hjá hinu opinbera. Sjónum var sérstaklega beint að langskólagengnu fólki.

Gerð var umfangsmikil könnun á viðeigandi lögum og reglum auk þess sem aflað var upplýsinga frá stjórnvöldum og þeim sveitarfélögum þar sem flestir innflytjendur búa. Einnig var gerð könnun meðal 184 innflytjenda varðandi menntun og atvinnu. Helstu niðurstöður eru þær að margskonar hindranir standi í vegi menntaðra innflytjenda.

Rannsóknin hlaut styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála.

Hægt er að nálgast skýrsluna hér