Hópur erlendra kvenna heimsækir Jafnréttisstofu

Hópur kvenna frá Bandaríkjunum heimsótti Jafnréttisstofu nýlega en þær voru hér á ferð á vegum Girlfriend Circle sem er samfélag kvenna sem vilja halda á lofti vinskap og efla vináttu. Fyrir utan hefðbundna ferðamannaskoðun, þá er áherslan ávallt á konur og það sem þær hafast við í hverju landi á hverjum tíma, og að læra um reynslu þeirra og áskoranir.

Ferðin til Íslands einkenndist af fræðslu, náttúruskoðun og menningarupplifun, en þær fengu leiðsögn með Ögmundi Jónassyni um Alþingi og Ráðhúsið, þar sem þær hittu Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur. Sagnfræðingur leiddi þær í allan sannleika um sögu kvenna á Íslandi og svo heimsóttu þær Jafnréttisstofu þar sem þær fræddust um jafnréttislöggjöfina, helstu verkefni Jafnréttisstofu og ræddu um stöðu jafnréttismála í víðu samhengi.