Málþing um skýrslu starfshóps um námsárangur drengja

Rannsóknarstofa um jafnrétti, kyngervi og menntun (RannKyn) við Menntavísindasvið Háskóla Íslands boðar til málþings um Skýrslu starfshóps um námsárangur drengja. Málþingið verður 9. desember 2011, kl. 14-16 í stofu H-201 Stakkahlíð, Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Málþingið er einkum ætlað áhugasömum kennurum í leik-, grunn- og framhaldsskólum og kennurum Menntavísindasviðs, en er öllum opið.

Dagskrá

Kynning höfunda á skýrslunni og viðbrögð Reykjavíkurborgar:
Óttar Proppé borgarfulltrúi, í starfshópnum
Nanna Christiansen verkefnisstjóri, í starfshópnum
Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi, formaður Skóla- og frístundaráðs.

Viðbrögð frá Menntavísindasviði og RannKyn:
Anna Kristín Sigurðardóttir, deildarforseti Kennaradeildar
Freyja Birgisdóttir, lektor í sálfræði á Menntavísindasviði
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði, í stjórn RannKyn
Guðný Guðbjörnsdóttir prófessor í uppeldis- og menntunarfræði, í stjórn RannKyn

Umræður með þátttöku frummælenda og aðila úr sal 

Skýrsluna má finna hér.
 
Heimasíða Rannsóknarstofu um jafnrétti, kyngervi og menntun (RannKyn)