Fléttum saman þræðina-Kyn og opinber stjórnsýsla

Nú liggur dagskrá ráðstefnu Jafnréttisstofu um kynjasamþættingu fyrir en hún fer fram þriðjudaginn 22. nóvember á Nordica Hótel Hilton frá kl. 13-16.  Á ráðstefnunni verður farið um víðan völl í þeim fimm erindum sem verða flutt en öll eiga þau það sameiginlegt að fjalla um kynjasamþættingu í opinberri stjórnsýslu. Aðalfyrirlesarinn Reetta Siukola fjallar um reynslu Finna af innleiðingu aðferðarinnar þar í landi.

Auk hennar koma fram Aðalsteinn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Byggðastofnunar, Sigríður Indriðadóttir, starfsmannastjóri Mosfellsbæjar, Þórdís Sigurðardóttir, staðgengill framkvæmdastjóra Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, Halldóra Gunnarsdóttir, sérfræðingur á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar og Kristín Ólafsdóttir, verkefnisstjóri kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar hjá Reykjavíkurborg. Öll ætla þau að fjalla um reynslu sína af samþættingarstarfi, hvað þetta hugtak felur í sér í þeirra samhengi, leiðir sem hafa verið farnar við að koma henni í framkvæmd en auk þess munu þau hugleiða hvert samþættingarvinnan á að leiða okkur.

Sjá dagskrá hér