Allsherjar- og menntamálanefnd í heimsókn

Starfsfólk Jafnréttisstofu átti góðan fund í morgun með nefndarfólki úr allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sem heimsótti Jafnréttisstofu og kynnti sér starfsemi stofunnar. Katrín Björg framkvæmdastjóri fór yfir helstu verkefni Jafnréttisstofu og rædd voru ýmis mál sem efst eru á baugi um þessar mundir, svo sem jafnréttisáætlanir, jafnlaunavottun og fleira.