16 daga átak: Alþjóðlegur baráttudagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi

Í dag 25. nóvember er alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi og vill Jafnréttisstofa því minna sérstaklega á nokkra viðburði 16 daga átaksins í dag. Gengin verður ljósaganga frá Akureyrarkirkju, myndaður ljósaspírall á Klambratúni og Stígamót standa fyrir stuttmyndasýningu í nýju húsnæði samtakanna.

Ljósaganga frá Akureyrarkirkju, klukkan 17:00 á Akureyri.
Gengið verður niður kirkjutröppurnar og áleiðis að Ráðhústorgi. Í göngulok verður kvikmyndin Girl rising sýnd í Sambíó. Myndin sýnir hvernig menntun getur rofið vítahring ofbeldis og fátæktar. Aðgangur að sýningunni er ókeypis en tekið er við frjálsum framlögum til styrktar Aflinu - samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi. 

Ljósaspírall á Klambratúni, klukkan 17:15 í Reykjavík.
Landsnefnd UN Women á Íslandi skorar á almenning að sýna samstöðu gegn kynbundnu ofbeldi, mæta með ljósgjafa á Klambratún og taka þátt í verkinu Skínalda eftir listakonuna Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur. Viðburðurinn er liður í vitundarvakningu UN Women á Íslandi. Sjá nánar hér 

Stuttmyndasýning Stígamóta um ofbeldi gegn fötluðum konum, klukkan 20:00 í Reykjavík.
Stígamót býður í bíó með popp og kóki í nýju og aðgengilegu húsnæði að Laugavegi 170, 2. hæð. Sýndar verða fimm sænskar stuttmyndir „Det finns stunder“ sem fjalla um ólíkar tegundir ofbeldis sem fatlaðar konur með ólíkar skerðingar verða fyrir. Sýningartími er 30 mínútur og í lokin verður boðið upp á umræður um efni myndanna.

-----
Sjá einnig dagskrá 16 daga átaksins hér