Einelti í allri sinni mynd

Jafnréttisstofa, Háskólinn á Akureyri og Símenntun HA boða til málþings um einelti í allri sinni mynd  sem haldið verður í Háskólanum á Akureyri þann 21. nóvember nk.. Málþingið er öllum opið og er kjörinn vettvangur fyrir fagstéttir og alla þá sem vilja leggja sitt að mörkum til að vinna gegn og uppræta einelti í íslensku samfélagi. 

Málþingið fer fram kl. 12:30-16:30 í Sólborg, stofu N101. Skráning fer fram á síðunni: simenntunha.is  
Þátttökugjald er  3.000 kr. sem greiðist við komu.Málþingsstjóri: Ágúst Þór Árnason, aðjúnkt við lagadeild HA.

Dagskrá

12:30   Setning: Sigrún Sigurðardóttir, lektor við HA.

12:40   Reynsla af einelti - leiðin til bata: Sandra Sif Jónsdóttir, jógakennari og nemandi við HA.

13:00   Einelti og stúlkurnar okkar: Ingibjörg Auðunsdóttir, sérfræðingur á Miðstöð Skólaþróunar við HA.

13:20   Einelti á netinu: Kjartan Ólafsson, lektor við HA.

13:40   Eru lýtaaðgerðir virkilega LÝTA aðgerðir: Sigfríður Inga Karlsdóttir, dósent við HA.

14:00   Einelti og vitundarónæmisfræðin: Sigríður Halldórsdóttir, prófessor við HA.
 
14:20   Kaffi

14:35   Afleiðingar eineltis og inngrip, hvað var gert til að stoppa eineltið og hvað þarf að gera ?: Vanda Sigurgeirsdóttir lektor við HÍ. 

15:05   Einelti á vinnustöðum: Sigurgeir Stefánsson, Vinnueftirlitið.

15:25   Ungir gerendur eineltis: Ársæll Már Árnason, prófessor við HA.

15:45   Ábyrgð foreldra í tengslum við einelti - er umbyrðarlyndi of mikið ?: Helga Dögg Sverrisdóttir, grunnskólakennari og nemandi við HA.

16:05   Málþingslok