„Heimilisofbeldi sem samfélagsmein“

Miðvikudaginn 5. nóvember kl. 12.00-13.00 flytur Alda Hrönn Jóhannsdóttir, settur aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, erindið „Heimilisofbeldi sem samfélagsmein – kynning á verklagi og hugmyndafræði á Suðurnesjum“. Félagsvísindatorgið er haldið í stofu M102 í Háskólanum á Akureyri.


Alda Hrönn er settur aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Á meðan hún gegnir þeirri stöðu er hún í leyfi frá störfum sem yfirmaður lögfræðisviðs og staðgengill lögreglustjórans á Suðurnesjum.

Í erindi sínu mun Alda fjalla um aðdraganda og niðurstöður tilraunaverkefnis lögreglu, félagsþjónustu og barnaverndar á Suðurnesjum í átaki gegn heimilisofbeldi. Átakið hófst þann 1. febrúar 2013 og var tilraunaverkefni til eins árs. Heiti verkefnisins var „Að halda glugganum opnum“. Kynntar verða niðurstöður verkefnisins og áframhaldandi verklag á Suðurnesjum í málum er varða heimilisofbeldi. Jafnframt verður kynnt framtíðarsýn lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu í þessum málaflokki.