Forvarnir eru besta leiðin

Samtökin Blátt áfram og Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd (RBF) í samstarfi við Jafnréttisstofu standa fyrir ráðstefnu um forvarnir gegn kynferðisofbeldi dagana 23.-24. apríl í stofu 101 Odda í Háskóla Íslands. Aðalfyrirlesari er Celia Brackenridge OBE en hún er prófessor í íþróttum og menntun við Brunel Háskóla í London og frumkvöðull á sviði rannsókna á kynferðilslegu ofbeldi gegn börnum í íþróttastarfi.
Hljómsveitin Skálmöld er sérstakur stuðningsaðili ráðstefnunnar.Dagskrá ráðstefnunnar og upplýsingar um skráningu