Ráðstefna um karla og karlmennskur

Dagana 28. til 30. janúar 2009 verður haldin norræn ráðstefna í Roskilde um karla og karlmennskur undir yfirskriftinni "Changing Men and Masculinities in Gender Equal Societies?".

Ráðstefnan er þverfagleg en það eru NeMM - Netværk for forskning om mænd og maskuliniteter i Danmark, NIKK - Nordisk Institutt for Kunnskap og kjønn, NORMA - Nordisk Tidsskrift for Maskulinitetsstudier og rannsóknastofa í sálfræði og menntunarrannsóknum við háskólann í Roskilde sem standa að ráðstefnunni.

Helga Björnsdóttir, mannfræðingur er í undirbúningsnefnd ráðstefnunnar fyrir hönd Íslands.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á heimasíðu RIKK og heimasíðu ráðstefnunnar.