Nýtt Jafnréttisráð og ný kærunefnd jafnréttismála

Félags- og tryggingamálaráðherra hefur skipað nýtt Jafnréttisráð og nýja kærunefnd jafnréttismála í samræmi við ný lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, sem tóku gildi 6. mars síðastliðinn. 

Formaður Jafnréttisráðs er Hildur Jónsdóttir og varaformaður Mörður Árnason, en bæði eru þau skipuð án tilnefningar af félags- og tryggingamálaráðherra. Aðrir fulltrúar í Jafnréttisráði eru:
 
Maríanna Traustadóttir og Halldóra Friðjónsdóttir, tilnefndar af Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna og Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. Varamenn þeirra eru Ísleifur Tómasson og Árni Stefán Jónsson.

Hörður Vilberg og Björn Rögnvaldsson, tilnefndir af Fjármálaráðuneytinu og Samtökum atvinnulífsins. Varamenn þeirra eru Guðrún Björk Bjarnadóttir og Ágústa Hlín Gústafsdóttir.

Una María Óskarsdóttir og Þorbjörg Inga Jónsdóttir, tilnefndar af Femínistafélagi Íslands, Kvenfélagasambandi Íslands og Kvenréttindafélagi Íslands. Varamaður þeirra er Silja Bára Ómarsdóttir.

Guðrún Jónsdóttir, tilnefnd af Samtökum um kvennaathvarf og Stígamótum. Varamaður hennar er Sigþrúður Guðmundsdóttir.

Arnar Gíslason, tilnefndur af Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum. Varamaður hans er Irma Erlingsdóttir.

Lúðvík Börkur Jónsson, tilnefndur af Félagi um foreldrajafnrétti. Varamaður hans er Stefán Guðmundsson.

Svandís Svavarsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Varamaður hennar er Eiríkur Björgvinsson.

Kærunefnd jafnréttismála
Í 5. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, segir að félags- og tryggingamálaráðherra skipi samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar þrjá fulltrúa í kærunefnd jafnréttismála til þriggja ára í senn. Þeir skuli allir vera lögfræðingar og a.m.k. einn þeirra hafa sérþekkingu á jafnréttismálum. Formaður og varaformaður skuli uppfylla skilyrði um embættisgengi héraðsdómara. Varamenn séu skipaðir með sama hætti.

Í nefndinni eiga sæti:
Andri Árnason, hæstaréttarlögmaður, formaður,
Ingibjörg Rafnar, hæstaréttarlögmaður,
Þórey S. Þórðardóttir, héraðsdómslögmaður.

Starfsmaður nefndarinnar er Guðrún Sveinsdóttir, lögfræðingur og varamenn nefndarinnar eru:
Björn L. Bergsson, hæstaréttarlögmaður,
Erla S. Árnadóttir, hæstaréttarlögmaður,
Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður.

Skipunartími er frá 1. maí 2008 til 30. apríl 2011.