Konur og réttlæti - Tengslanet ráðstefna

Tengslanet IV - Völd til kvenna verður haldin í Háskólanum á Bifröst dagana 29. og 30. maí 2008. Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er Konur og réttlæti og á meðal fyrirlesara verða Judith Resnik prófessor við lagadeild Yale og Maud de Boer-Buquicchio annar framkvæmdastjóri Evrópuráðsins. Fjöldi áhugaverðra kvenna af ýmsum sviðum samfélagsins verður með framsögur í tengslum við megin þemað. Stjórnandi og skipuleggjandi Tengslanetsins frá upphafi er dr. Herdís Þorgeirsdóttir prófessor.

Dagkrá og nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á heimasíðu Háskólans á Bifröst.