Áfangaskýrslur ráðuneytanna í kynjaðri hagstjórn

Undanfarið ár hafa ráðuneyti og stofnanir unnið að meginmálaflokkum með aðferðum kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar og eru áfangaskýrslur í meginmálaflokkum ráðuneytanna nú komnar út. Meginmálaflokkarnir komu í kjölfarið á tilraunaverkefnum sem unnin voru á árunum 2010-2011 en þau voru fyrsta skrefið í að þróa tæki og aðferðir fyrir Ísland ásamt því að byggja upp þekkingu og efla vitund um mikilvægi kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar. Í samræmi við þriggja ára áætlun um innleiðingu kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar valdi hvert og eitt ráðuneyti einn meginmálaflokk til að vinna með samkvæmt aðferðum KHF yfir þriggja ára tímabil. 
 
Meginmálaflokkarnir voru kynntir í skýrslu um áætlun í ríkisfjármálum sem fylgdi með fjárlagafrumvarpi ársins 2012. Framvinda og helstu niðurstöður úr fyrsta áfanga eru kynntar í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2013.


Áfangaskýrslur ráðuneytanna í meginmálaflokkum.


Sveitarstjórnarstigið hefur einnig verið að stíga sín fyrstu skref í kynjaðri hagstjórn en Reykjavíkurborg hefur verið að innleiða verklag við kynjaða fjárhags- og starfsáætlanavinnu síðastliðin ár. Þetta nýja verklag borgarinnar hefur leitt til markvissrar fræðslu um kynjaða hagstjórn og 16 tilraunaverkefna á öllum fagsviðum og skrifstofum borgarinnar. Tilraunaverkefnum borgarinnar er nú lokið og verður lokaskýrsla um verkefnin kynnt í haust.