Fréttir

Kvartað vegna nefndaskipunar og bankaráða

Jafnréttisstofu hafa borist formlegar kvartanir vegna skipana í bankaráð Seðlabankans og Nýja Kaupþings, þar sem óskað hefur verið eftir því að Jafnréttisstofa kanni lögmæti þessara skipana. Einnig hefur borist sambærileg kvörtun vegna skipunar nýrrar stjórnarskrárnefndar.

Kyn og loftslagsbreytingar

Konur og karlar bera jafnmikla ábyrgð á því að skapa sjálfbæran heim. Þess vegna leggja Norðurlönd áherslu á jafnrétti kynja í loftslagsviðræðum Sameinuðu þjóðanna. Fimmtudaginn 5. mars hélt Norræna ráðherranefndin námstefnu um jafnrétti og loftslagsbreytingar á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í New York, en þátttakendur voru alls staðar að úr heiminum. Áhugaverð skýrsla var gefin út í tengslum við fundinn.

„Ég vildi ekki akta á þetta“

Mánudaginn 16. mars mun Ingólfur V. Gíslason, lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands, fjalla um samskipti karla og kvenna í fjölskyldum nútímans.

Grunnskólanemum gefið jafnréttisdagatal

Ásta R. Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hitti 12 ára nemendur í Langholtsskóla á föstudag og afhenti þeim eintak af Jafnréttisdagatali sem ráðuneytið útbjó ásamt Jafnréttisstofu, Kópavogsbæ og Fljótsdalshéraði.

Jafnrétti árið 2050?

Kynjakvótar hafa gagnast fleiri körlum en konum í prófkjörum flokkanna í ár, en þó eru líkur á því að konum á þingi muni fjölga eitthvað eftir Alþingiskosningarnar í næsta mánuði. Konur bjóða sig síður fram í prófkjörum en karlar og skiptar skoðanir eru um það hvort að prófkjörsformið sé aðlaðandi fyrir konur. Þetta var á meðal þess sem kom fram á hádegisfundi Jafnréttisstofu um stöðu og tækifæri kvenna í stjórnmálum sem haldinn var á Hótel KEA í dag.

Hádegisfundir í dag 9. mars

Jafnréttisstofa stendur fyrir hádegisfundum í dag á Akureyri og í Reykjavík í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna 8. mars sl.

Samþætting náms og einkalífs: Fjölskyldustefna fyrir alla?

Mánudaginn 9. mars mun Guðný Björk Eydal, dósent í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands, fjalla um samþættingu náms og einkalífs. Erindið er hluti af fyrirlestraröð jafnréttisnefndar Háskóla Íslands um fjölskyldumál og jafnrétti. 

Stígamót 19 ára

Stígamót fagna 19 ára afmæli sínu næstkomandi föstudag 6. mars frá kl. 14-16.

Viðburðir á Akureyri í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er þann 8. mars. Af því tilefni standa Jafnréttisstofa og Akureyrarakademían fyrir leiklestri í Deiglunni þann dag og Jafnréttisstofa býður jafnframt til hádegisfundar um stöðu kvenna í stjórnmálum mánudaginn 9. mars.

Með jafnrétti að leiðarljósi - uppbygging í allra þágu

Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna bjóða Jafnréttisstofa, Jafnréttisráð, ASÍ, BHM, BSRB, KÍ og SSF til fundar á Grand Hótel Reykjavík þann 9. mars kl. 11:45.