Fréttir

Jafnréttisstofa vinnur að launajafnrétti með portúgölskum stjórnvöldum

Frá árinu 2019 hefur Jafnréttisstofa í samstarfi við CITE, Jafnréttisnefnd Portúgals (e. The Commission for Equality in Labour and Employment), unnið að þróun stjórnunarstaðals um launajafnrétti og upplýsingakerfi fyrir fyrirtæki og stofnanir um jafnréttismál.

Hatursfull ummæli í tengslum við @Meinlaust

Sérfræðingar Jafnréttisstofu skrifa um viðbrögð við fjórða hluta vitundarvakningarinnar @Meinlaust þar sem tilefni var til að bregðast við hatursfullum ummælum sem fram komu á samfélagsmiðlum.

Meinlaust - konur af erlendum uppruna í fókus

Það er komið að fjórða og síðasta hluta vitundarvakningarinnar Meinlaust í samstarfi við félagasamtökin Hennar rödd. Vitundarvakningunni er að þessu sinni ætlað að sýna birtingarmyndir þeirrar öráreitni sem konur af erlendum uppruna verða fyrir í samfélaginu og fá fólk til að opna augun fyrir afleiðingunum.

Er ákvarðanataka í leikskólamálum tekin út frá kynja- og jafnréttissjónarmiðum?

Undanfarið hafa borist fréttir af breytingum innan leikskólamálaflokksins hjá einstaka sveitarfélögum. Á grundvelli lagaskyldu sveitarfélaganna ber þeim að leggja mat á kynja- og jafnréttisáhrif slíkra ákvarðana sem og annarra.

Síðasta fundi samstarfsaðila í Evrópuverkefninu Fjölbreytni í fyrirrúmi er lokið

Lokafundur í samstarfsverkefni Jafnréttisstofu og Inova Aspire í Hollandi, Fjölbreytni í fyrirrúmi (Diversity Inside Out) fór fram í vikunni.

Skýrsla um kvenfanga sýnir mikilvægi kynjasamþættingar

Umboðsmaður Alþingis hefur birt þemaskýrslu um aðbúnað og aðstæður kvenna í fangelsum á Íslandi.

Upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga og samtaka

Ýmsar stofnanir hafa tekið höndum saman og tekið saman upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga og samtaka, til þess að minna á gildi forvarna og þá ábyrgð sem við berum öll þegar kemur forvörnum og viðbrögðum við ofbeldi. Í bréfinu má finna hlekki á námskeið, leiðbeiningar og viðbragðsáætlun.

Grænt bókhald fyrir árið 2022

Jafnréttisstofa heldur Grænt bókhald í samræmi við Græn skref fyrir ríkisstofnanir og hefur árlega skilað því til Umhverfisstofnunar fyrir árin 2019-2022.

Framkvæmd Forvarnaráætlunar gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi meðal barna og ungmenna gengur vel

Þann þriðja júní 2020 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021–2025.

Barna- og fjölskyldustofa birtir netnámskeið með grunnfræðslu um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni

Sérfræðingar á vegum Barna- og fjölskyldustofu hafa útbúið gagnvirk netnámskeið með grunnfræðslu um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni til þess að auka þekkingu starfsfólks og sjálfboðaliða sem starfa með börnum á birtingarmyndum afleiðinga kynferðisofbeldis hjá þeim og hvernig bregðast skuli við ef barn greinir frá ofbeldi.