Fréttir

Staða jafnlaunavottunar og jafnlaunastaðfestingar í árslok 2022

Myndrænt yfirlit um stöðu jafnlaunavottunar og jafnlaunastaðfestingar hefur nú verið uppfært miðað við stöðuna í árslok 2022. Hlekkur á mælaborð.

Fyrirbyggjandi ráðstafanir framhaldsskólanna eru fjölbreyttar

Jafnréttisstofa hefur birt samantekt úr greinargerðum framhaldsskólanna um fyrirbyggjandi ráðstafanir og viðbrögð við kynbundnu ofbeldi og kynbundinni og kynferðislegri áreitni.

SEXAN Stuttmyndasamkeppni

Ert þú í 7. bekk? Búðu til stuttmynd um slagsmál, tælingu, samþykki eða nektarmynd sem verðu sýnd á UngRÚV í febrúar. Sexan er stuttmyndasamkeppni fyrir nemendur í 7. bekk sem ætlað er að fræða ungt fólk um mörk og samþykki en einnig um tilurð, birtingarmyndir og afleiðingar stafræns ofbeldis. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Fjölmiðlanefndar um nektarmyndir á meðal grunnskólabarna kemur fram að 51% stúlkna og 22% drengja hafa verið beðin um nektarmynd.

Starfshópur um þjónustu vegna ofbeldis óskar eftir tillögum og ábendingum

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða laga- og reglugerðarumhverfi þjónustu vegna ofbeldis og koma með tillögur um hvernig best megi tryggja þá þjónustu sem standa þarf bæði þolendum og gerendum ofbeldis til boða

SEXAN stuttmyndasamkeppni fyrir nemendur í 7. bekk.

Neyðarlínan efnir til stuttmyndasamkeppni fyrir 7. bekki grunnskóla landsins.

Fyrsta skýrsla eftirlitsnefndar um stöðu innleiðingar Istanbúlsamningsins á Íslandi

GREVIO, eftirlitsnefnd Evrópuráðsins með Istanbúlsamningnum hefur gefið út fyrstu stöðuskýrsluna um innleiðingu á ákvæðum samningsins á Íslandi. Íslensk stjórnvöld svöruðu ítarlegum spurningalista haustið 2021 og s.l. vor heimsóttu fulltrúar nefndarinnar Ísland og áttu fundi með ýmsum opinberum aðilum, þ.á.m. fulltrúum Jafnréttisstofu og frjálsum félagasamtökum.

Réttur þinn - mikilvægar upplýsingar fyrir innflytjendur á Íslandi - ný útgáfa

Komin er út fjórða útgáfa bæklingsins Réttur þinn – Mikilvægar upplýsingar fyrir innflytjendur á Íslandi.

Viljum ná til allra

Nýlega stóð Akureyrar akademían fyrir málþingi um íslensku kennslu fyrir erlent fólk sem kemur til landsins bæði sem innflytjendur og einnig það fólk sem kemur hingað til að vinna um skemmri eða lengri tíma.

Kynningarfundur um jafnlaunastaðfestingu fyrir ráðgjafa

Jafnréttisstofa býður upp á sérstakan fund um jafnlaunastaðfestingu með ráðgjöfum fyrirtækja og stofnana. Fundurinn verður haldinn á Teams þann 15. nóvember kl. 11 – 12.

Jafnréttisstofa hefur sent Vottum Jehóva á Íslandi bréf

Með vísan til fjölmiðlaumfjöllunar um myndbandið Einn maður, ein kona sem birt er á fræðslusíðu Votta Jehóva undir flokknum Börn hefur Jafnréttisstofa sent Vottum Jehóva bréf.