Fræðslumyndband um vinnumansal

Nýlega kom út stutt fræðslumyndband um helstu einkenni vinnumansals. Slík mál hafa í auknum mæli verið að koma fram í íslensku samfélagi og því nauðsynlegt að gera betur grein fyrir vandanum og því hvað vinnumansal er.

Myndbandið er talsett og textað á 5 tungumálum (íslensku, ensku, pólsku, spænsku og úkraínsku).

Myndbandið má nálgast hér.

Jafnréttisstofa tók þátt í verkefninu ásamt Vörðu - rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, Félagsmálaskóla alþýðu - FMA, Kvennaathvarfinu, Vinnueftirlitinu, Rauða krossinum og Neyðarlínunni 112.

Verkefnið hlaut stuðning frá Dómsmálaráðuneytinu og Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu.