Jafnrétti í sveitarstjórnum

Í byggðaáætlun er nú samstarfsverkefni með það markmið að efla sveitarstjórnir og skapa aukna vitund um mikilvægi fjölbreyttra sjónarmiða innan þeirra.

Ásamt því að stuðlað verði að því að sveitarstjórnir endurspegli fjölbreytileika mannlífsins til þess að ákvarðanataka í þágu þjónustu við íbúa sé sem best og í samræmi við áætlanir sveitarfélaga í jafnréttismálum. Unnið verði markvisst að því að viðhalda jöfnu kynjahlutfalli í sveitarstjórnum og fólk með fjölbreyttan bakgrunn, t.d. af erlendum uppruna, verði hvatt til þátttöku í stjórnun nærsamfélagsins.

Skráning er hafin á fund með kjörnum fulltrúum sveitarfélaganna um fjölbreytni í sveitarstjórnum sem er liður í þessu verkefni.

Að verkefninu koma ásamt Jafnréttisstofu; forsætisráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Vinnumálastofnun og sveitarfélögin.