Fréttir

Jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfesting - eftirlit Jafnréttisstofu

Með gildistöku nýrra laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020 fékk Jafnréttisstofa það hlutverk að annast eftirlit með því að fyrirtæki og stofnanir þar sem 25 eða fleiri starfa að jafnaði á ársgrundvelli uppfylli þá lagaskyldu að öðlast jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu.

Ánægja með þjónustu Jafnréttisstofu

Birtar hafa verið niðurstöður úr þjónustukönnun Gallup sem gerð var fyrir ríkisstjórnina, en könnunin er liður í því að bæta markvisst almannaþjónustu. Jafnréttisstofa var meðal þeirra stofnana sem spurt var um í þeim hluta sem sneri að stjórnendum ríkisstofnana.

Karlmennska og jafnréttisuppeldi

Bókin Karlmennska og jafnréttisuppeldi eftir Ingólf Ásgeir Jóhannesson er nú aðgengileg í rafrænu formi á vefnum Opin vísindi.

Gátlisti við skipulagningu viðburða

Jafnréttisstofa hefur gefið út bæklinginn Tryggjum lýðræðislega þátttöku – Gátlisti við skipulagningu viðburða. Um er að ræða handhægan rafrænan bækling þar sem farið er yfir atriði sem hafa ber í huga þegar skipuleggja á viðburð sem hefur lýðræði og fjölbreytileika að leiðarljósi.

Ný lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og um stjórnsýslu jafnréttismála

Alþingi hefur samþykkt tvenn ný lög sem leysa af hólmi lög nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

Tökum höndum saman

Heimsfaraldur Covid-19 hefur haft gríðarleg áhrif á fólk um allan heim og afhjúpað ýmsa veikleika, ekki síst hefur mismunandi veruleiki kynjanna afhjúpast. Þegar faraldurinn skall á okkur í upphafi ársins var aukið ofbeldi eflaust ekki það fyrsta sem fólki datt í hug. Staðreyndin er hins vegar sú að víða um heim hefur mikil aukning orðið á heimilisofbeldi. Ísland er þar svo sannarlega ekki undanskilið, því miður.

Of­beldis­sam­bandi lýkur… hvað svo?

Ofbeldi í nánum samböndum er algengasta birtingarmynd kynbundins ofbeldis á heimsvísu. Mikil og þörf umræða hefur farið fram undanfarið um vaxandi tíðni og alvarleika ofbeldis í nánum samböndum á Íslandi sem og annarsstaðar. Þolendur glíma oft við fjölþættar, neikvæðar afleiðingar ofbeldisins sem hefur neikvæð áhrif á lífsgæði þeirra og heilsufar jafnvel til æviloka. Hér á landi vinna ýmsir aðilar, samtök og stofnanir ómetanlegt starf við að styðja þolendur ofbeldis til betra lífs og virðist sú vinna sem betur fer vera sífellt meira metin af samfélaginu, að minnsta kosti nú á Covid tímum.

Raddir kvenna í fjórum löndum

Komin er út skýrsla um hæfnisramma fyrir fræðslu í tengslum við verkefnið „Konur gára vatnið - Eflum leiðtogahæfni kvenna“. Verkefnið hófst í október 2019. Þrátt fyrir ýmis jákvæð skref í jafnréttisátt er enn töluvert í land þegar kemur að launajafnrétti kynjanna í Evrópu. Markmið þessa verkefnis er að vinna að auknum áhrifum kvenna í gegnum valdeflandi námskeið þar sem megin áhersla er lögð á leiðtogahæfni, sjálfsþekkingu og sjálfstraust. Verkefnið miðar að aukinni þátttöku kvenna í forystuhlutverkum á vinnumarkaði og auknum sýnileika kvenna í fjölbreyttum leiðtogahlutverkum sem styður við afnám kynjabils í launum og áhrifum.

Jafnréttisstofa valin Stofnun ársins 2020

Stéttarfélagið Sameyki tilkynnti í gær, 14. október, um valið á Stofnun ársins 2020 en titlana Stofnun ársins og Fyrirmyndarstofnun hljóta þær stofnanir sem þykja skara fram úr að mati starfsmanna í könnun Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu. Jafnréttisstofa lenti í 1. sæti og er þvi Stofnun ársins í flokki minni stofnana (færri en 20 starfsmenn) og hefur því bætt sig um tvö sæti síðan 2019 þegar hún varð í 3. sæti.

Árið 2019 voru 97% nefnda, ráða og stjórna á vegum ráðuneytanna skipaðar í samræmi við verklag 15. gr. jafnréttislaga

Komin er út skýrsla Jafnréttisstofu um nefndir, ráð og stjórnir á vegum ráðuneytanna fyrir starfsárin 2018-2019. Í skýrslunni er að finna greiningu á skiptingu kynjanna í nefndum, stjórnum og ráðum á starfsárunum auk þess sem farið er yfir þróun síðustu ára. Árið 2008 var leiddur í lög kynjakvóti í nefndum, stjórnum og ráðum á vegum ríkisins og hefur Jafnréttisstofa eftirlit með framkvæmd hans.