Fréttir

Nýtt námskeið í fjarnámi: Jafnréttisáætlanir sveitarfélaga með áherslu á kynjasamþættingu

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Rannsóknarsetur um sveitarstjórnarmál standa fyrir námskeiði um gerð jafnréttisáætlana sveitarfélaga í samstarfi við og stuðningi frá Jafnréttisstofu.

Jafnrétti innflytjenda á atvinnumarkaði

Lögmannsstofan Aðalsteinsson & Partners birti nýlega skýrslu um rannsókn á atvinnumöguleikum innflytjenda á Íslandi hjá hinu opinbera. Sjónum var sérstaklega beint að langskólagengnu fólki.

Heimsókn frá forsætisráðuneytinu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu jafnréttismála, og Bergþóra Benediktsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, heimsóttu Jafnréttisstofu í morgun og áttu góðan fund með starfsfólki stofnunarinnar.

Hópur erlendra kvenna heimsækir Jafnréttisstofu

Hópur kvenna frá Bandaríkjunum heimsótti Jafnréttisstofu nýlega en þær voru hér á ferð á vegum Girlfriend Circle sem er samfélag kvenna sem vilja halda á lofti vinskap og efla vináttu. Fyrir utan hefðbundna ferðamannaskoðun, þá er áherslan ávallt á konur og það sem þær hafast við í hverju landi á hverjum tíma, og að læra um reynslu þeirra og áskoranir.

Jafnréttisáætlanir leikskóla

Innköllun jafnréttisáætlana frá leikskólum hófst í apríl 2019 og lauk um miðjan október. Innköllunin náði til 244 skóla og skiluðu 174 eða 71% fullgildum jafnréttisáætlunum eða gögnum til Jafnréttisstofu. Þetta eru heldur slakari heimtur en fyrir fjórum árum þegar um 80% skólanna skiluðu umbeðnum gögnum.

Jafnréttisstofa tekur þátt í evrópsku samstarfsverkefni styrkt af Erasmus+

Jafnréttisstofa ásamt samstarfsaðilum í Bretlandi, Grikklandi og á Íslandi og Spáni hlutu í ár Erasmus+ styrk til að hanna og þróa námskeið fyrir konur sem hafa áhuga á að komast til áhrifa í atvinnulífinu. Verkefnið stendur yfir í 30 mánuði og mun ljúka með útgáfu leiðbeininga um stefnumótun í atvinnumálum sem stuðlar að jafnri þátttöku og tækifærum kynjanna á vinnumarkaði. Fyrsti vinnufundur samstarfsaðila fór fram í Sheffield 10-11 október síðastliðinn en þar var farið yfir helstu verkþætti og skipulag vinnunnar sem framundan er.

Slæmar heimtur hjá sveitarfélögunum

Rúmlega 75% sveitarfélaga hafa ekki sett sér fullgildar jafnréttisáætlanir og uppfylla því ekki að fullu kröfur laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Samkvæmt lögunum skulu jafnréttisáætlanir lagðar fram til samþykktar í viðkomandi sveitarstjórn eigi síðar en ári eftir sveitarstjórnarkosningar. Flest þeirra sveitarfélaga sem ekki hafa fullgilda jafnréttisáætlun eiga að ljúka jafnlaunavottun á þessu ári.

Allsherjar- og menntamálanefnd í heimsókn

Starfsfólk Jafnréttisstofu átti góðan fund í morgun með nefndarfólki úr allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sem heimsótti Jafnréttisstofu og kynnti sér starfsemi stofunnar

Vel heppnaður landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga

Jafnréttisstofa stóð í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Garðabæ fyrir landsfundi um jafnréttismál sveitarfélaga dagana 4.-5. september sl. Um er að ræða árlegan viðburð þar sem ræddar eru ýmsar hliðar á því hlutverki sem sveitarfélögin gegna út frá jafnréttissjónarmiði og m.t.t. þeirra lagaskyldna sem að því lúta.

Jafnréttisráð óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar

Jafnréttisráð óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Jafnréttisráðs fyrir árið 2019. Viðurkenningu geta hlotið einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög, hópar eða félagasamtök, sem á einn eða annan hátt hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttismála í víðri merkingu.