Réttur þinn - mikilvægar upplýsingar fyrir innflytjendur

Bæklingurinn Réttur þinn - Mikilvægar upplýsingar fyrir innflytjendur á Íslandi er gefinn út af Jafnréttisstofu.

Í bæklingnum er fjallað um réttindi fólks á Íslandi þegar kemur að nánum samböndum og samskiptum, til dæmis hjónaband, sambúð, skilnað og sambúðarslit, þungun, mæðravernd, þungunarrof, forsjá barna, umgengnisrétt, ofbeldi í nánum samböndum, mansal, vændi, kærur til lögreglu, gjafsókn og dvalarleyfi. Þar má einnig finna vísanir í frekari upplýsingar um aðstoð, svo sem símanúmer, heimilisföng og heimasíður ýmissa stofnana og félagasamtaka.

Bæklingurinn er fáanlegur á íslensku, frönskuarabískuenskurússneskuspænskutaílensku og pólsku.

Hann var síðast endurskoðaður 2019 og var texti unninn í samstarfi við Kvennaathvarfið, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Reykjavíkurborg.

Senda má póst á netfangið jafnretti [hjá] jafnretti.is til að panta eintök.