Fréttir

Uppfærð útgáfa af bæklingnum Réttur þinn

Nú er komin út þriðja útgáfa bæklingsins Réttur þinn - Mikilvægar upplýsingar fyrir innflytjendur á Íslandi. Í bæklingnum er fjallað um réttindi fólks á Íslandi þegar kemur að nánum samböndum og samskiptum, til dæmis hjónaband, sambúð, skilnað og sambúðarslit, þungun, mæðravernd, þrungnarrof, forsjá barna, umgengnisrétt, ofbeldi í nánum samböndum, mansal, vændi, kærur til lögreglu, gjafsókn og dvalarleyfi. Þar má einnig finna vísanir í frekari upplýsingar um aðstoð, svo sem símanúmer, heimilisföng og heimasíður ýmissa stofnana og félagasamtaka.

Fræðslufundur Jafnréttisstofu í Árborg

Jafnréttisstofa verður í Árborg, nánar tiltekið á Selfossi mánudaginn 27. maí og boðar til opins fundar á Hótel Selfossi í hádeginu með íbúum á Suðurlandi, sveitarstjórnarfólki, forstöðumönnum stofnana og fyrirtækja.

Jafnréttisstofa sækir Egilsstaði heim

Jafnréttisstofa verður á Egilsstöðum þriðjudaginn 21. maí og boðar til tveggja funda um jafnréttismál. Annars vegar eru um að ræða opinn fund á Hótel Héraði í hádeginu (12.00-13.00) með íbúum á Austurlandi, sveitarstjórnarfólki, forstöðumönnum stofnana og fyrirtækja.

Jafnréttisstofa - Fyrirmyndarstofnun ársins 2019

Stéttarfélagið Sameyki stendur árlega fyrir könnuninni Stofnun ársins og voru niðurstöður fyrir árið 2019 kynntar við hátíðlega athöfn á Hilton Nordica í gær, 15. maí, en titlana Stofnun ársins og Fyrirmyndarstofnun hljóta þær stofnanir sem þykja skara fram úr að mati starfsmanna. Valið er byggt á svörum rúmlega 10 þúsund starfsmanna í einni stærstu vinnumarkaðskönnun landsins. Jafnréttisstofa varð í 3. sæti í flokknum Stofnun ársins (færri en 20 starfsmenn) og hlaut titilinn Fyrirmyndarstofnun ársins 2019.

Vel heppnað málþing á Akureyri

Málþing Jafnréttisstofu um afnám kynjaðra staðalmynda í skólastarfi fór fram 9. maí. Þátttaka var mjög góð en skólastjórnendur, kennarar, námsráðgjafar og tómstunda- og forvarnarfulltrúar af öllum skólastigum mættu á ráðstefnuna.

Staða jafnlaunavottunar

Skrifstofa jafnréttismála í forsætisráðuneytinu lét nýlega gera könnun meðal þeirra 76 fyrirtækja sem höfðu öðlast jafnlaunavottun fyrir 30. apríl sl. Niðurstöður eru mjög jákvæðar og rúmlega 81% svarenda voru fremur eða mjög ánægð með jafnlaunavottunina og að hafa innleitt jafnlaunastaðalinn. Flestir svarenda notuðu niðurstöður launagreiningar til úrbóta á jafnlaunakerfinu.

Málþing um afnám kynjaðra staðalmynda í skólastarfi

Jafnréttisstofa hefur í samstarfi við jafnréttisstofnanir í Eistlandi og Litháen unnið að verkefni um afnám kynjaðra staðalmynda sem eru heftandi fyrir marga og leiða til einsleitni í náms- og starfsvali. Megin áhersla verkefnisins er á skóla- og tómstundastarf vegna þess að í því starfi er mikilvægt að ræða við nemendur um hugmyndir samfélagsins og þeirra um t.d. kyn, kyngervi og hlutverk kynjanna. Afrakstur verkefnisins verður kynntur á málþingi á Akureyri og eru skólastjórnendur, kennarar, námsráðgjafar og félagsmálaráðgjafar hvattir til að mæta.

Akureyrarbær veitir jafnréttisviðurkenningar

Á Vorkomu stjórnar Akureyrarstofu á sumardaginn fyrsta var tilkynnt um jafnréttisviðurkenningar Akureyrarbæjar, auk fleiri viðurkenninga, en árlega veitir bærinn viðurkenningu þeirri stofnun, fyrirtæki, nefnd eða ráði Akureyrarbæjar, einstaklingi eða félagi sem hefur að mati frístundaráðs bæjarins staðið sig best við framgang jafnréttismála á Akureyri, að undangenginni auglýsingu eftir tilnefningum.

Veggspjald um einelti, kynferðislega áreitni, kynbunda áreitni og ofbeldi á vinnustöðum

Á síðasta ári gáfu Jafnréttisstofa og Vinnueftirlitið í sameiningu út dagatal þar sem minnt var á skyldur atvinnurekenda til að tryggja starfsfólki öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi. Liður í því er að koma í veg fyrir einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Á dagatalinu var teikning eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur með skilgreiningum og dæmum um óæskilega hegðun á vinnustað. Vegna mikillar eftirspurnar var ákveðið að gera veggspjald með myndskreytingunni og senda það rafrænt og tilbúið til útprentunar til fyrirtækja og stofnana.

Opið fyrir umsóknir um styrki úr Jafnréttissjóði Íslands

Rannís lýsir eftir umsóknum um styrki úr Jafnréttissjóði Íslands. Opnað hefur verið fyrir umsóknir í sjóðinn og er umsóknarfrestur til 20. maí 2019, kl. 16:00.