Fréttir

Sjö mál til kærunefndar jafnréttismála 2019

Kærunefnd jafnréttismála bárust á árinu 2019 sjö mál. Í fyrsta sinn reyndi á lög nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu. Aðrir úrskurðir vörðuðu lög nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og snerust um hæfnismat vegna ráðninga í störf.

Þingsályktun um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum samþykkt á Alþingi

Alþingi hefur samþykkt tillögu forsætisráðherra til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2020-2023. Í henni er að finna 24 verkefni sem ætlað er að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla í íslensku samfélagi og endurspegla forgangsröðun stjórnvalda í málaflokknum. Verkefnin eru einnig tengd við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Forsætisráðherra boðar til jafnréttisþings í febrúar 2020

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur í samstarfi við Jafnréttisráð boðað til jafnréttisþings undir yfirskriftinni Jafnrétti í breyttum heimi. Þingið verður haldið í Hörpu þann 20. febrúar 2020.

Jólakveðja og opnunartími yfir hátíðarnar

Lokað verður á Jafnréttisstofu milli jóla og nýars. Við opnum aftur 2. janúar.

Vel heppnað fjarnámskeið fyrir sveitarfélög um gerð jafnréttisáætlana

Haldið var námskeið um jafnréttisáætlanir sveitarfélaga í byrjun desember. Eins og kom fram í fréttum nýlega höfðu einungis 26% sveitarfélaga skilað jafnréttisáætlunum innan lögbundins frests, skv. lögum nr. 10/2008 og ákveðið var að bregðast við því, meðal annars með þessu námskeiði. Enn er hægt að kaupa aðgang að námskeiðinu.

16 greinar fyrir 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi

Þann 25. nóvember, á al­þjóð­legum bar­áttu­degi gegn of­beldi gegn konum, hófst sex­tán daga átak gegn kyn­bundnu of­beldi. Átakinu lauk þann 10. desember, á al­þjóð­lega mannréttindadeginum. Dag­setningarnar tengja því saman, á tákn­rænan hátt, kynbundið ofbeldi og mannréttindi. Mark­mið á­taksins er að knýja á um af­nám alls kynbundins of­beldis og hvetja til opinnar um­ræðu og vitundar­vakningar meðal almennings.

Ljósaganga á Akureyri

Mánudaginn 25. nóvember kl. 17:00, fer fram ljósaganga í tilefni upphafs 16 daga átaks gegn kynbundu ofbeldi.

Nýtt námskeið í fjarnámi: Jafnréttisáætlanir sveitarfélaga með áherslu á kynjasamþættingu

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Rannsóknarsetur um sveitarstjórnarmál standa fyrir námskeiði um gerð jafnréttisáætlana sveitarfélaga í samstarfi við og stuðningi frá Jafnréttisstofu.

Jafnrétti innflytjenda á atvinnumarkaði

Lögmannsstofan Aðalsteinsson & Partners birti nýlega skýrslu um rannsókn á atvinnumöguleikum innflytjenda á Íslandi hjá hinu opinbera. Sjónum var sérstaklega beint að langskólagengnu fólki.

Heimsókn frá forsætisráðuneytinu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu jafnréttismála, og Bergþóra Benediktsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, heimsóttu Jafnréttisstofu í morgun og áttu góðan fund með starfsfólki stofnunarinnar.