Fréttir

#metoo á Íslandi

Hvarvetna í heiminum er nú mikil vakning um hverskonar kynbundið ofbeldi og áreitni undir millumerkinu #metoo. Vakningunni er ætlað að draga ofbeldið fram í dagsljósið og breyta menningu samfélaga á þann hátt að kynbundið ofbeldi og áreitni verði ekki lengur liðin.

Ný reglugerð um vottun á jafnlaunakerfum

Velferðarráðuneytið vill vekja athygli á því að ný reglugerð um vottun á jafnlaunakerfum á grundvelli staðalsins ÍST 85 var birt á vef stjórnartíðinda í síðustu viku og hefur fengið númerið 1030/2017.

Sveitarstjórnir hvattar til aðgerða gegn kynbundnu ofbeldi og áreitni

Jafnréttisstofa vill vekja athygli á hvatningu stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga til sveitarstjórna landsins til að ræða leiðir gegn kynferðisofbeldi og –áreitni í stjórnmálum og á vinnustöðum sveitarfélaga.

Byggjum brýr - brjótum múra

Fundur um samvinnu gegn heimilisofbeldi á Norðurlandi eystra mánudaginn 4. desember frá kl. 10:00 til 12:00. Fundurinn sem er öllum opinn er haldinn á Jafnréttisstofu í anddyri Borga við Norðurslóð (háa húsið við hliðina á Háskólanum á Akureyri). Fundarstjóri er Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu.

Katrín Björg mætt til starfa

Í dag tekur Katrín Björg Ríkarðsdóttir formlega við starfi framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu. Katrín Björg lauk M.Ed gráðu í menntunarfræðum með áherslu á kynjajafnrétti frá Háskólanum á Akureyri árið 2011. Áður hafði hún lokið menntun í uppeldis- og kennslufræðum frá sama skóla árið 1996 og BA prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1992.

Þjóðfundur 1. des með grunnskólanemendum

Háskólinn á Akureyri og Jafnréttisstofa efna til þjóðfundar föstudaginn 1. desember með nemendum í 10. bekk grunnskólanna á Akureyri. Alls munu um 160 nemendur taka þátt. Umræðuefnið að þessu sinni er jafnrétti sem er einn af grunnþáttum menntunar. Auk nemenda munu kennarar og nemendur HA taka þátt.

Áhrif kynbundins ofbeldis á vinnumarkaði

Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands verður með hádegisfyrirlestur á Jafnréttisstofu í dag kl. 12:00. Þar mun Drífa fjalla um kynbundna og kynferðislega áreitni á vinnumarkaði og velta fyrir sér hvaða áhrif slíkt ofbeldi á vinnustað hefur á laun, framgang og stöðu einstaklinga á vinnumarkaði.

16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi

Dagskrá 16 daga átaksins á Akureyri er komin í loftið. Upphafsdagurinn 25. nóvember er alþjóðlegur baráttudagur gegn ofbeldi gegn konum. Lokadagurinn 10. desember er alþjóðlegi mannréttindadagurinn. Dagsetningarnar tengja saman á táknrænan hátt ofbeldi og mannréttindi.

Námskeið vegna vottunar jafnlaunakerfa

Endurmenntun Háskóla Íslands í samstarfi við velferðarráðuneytið stendur fyrir þriggja daga námskeiði um vottun jafnlaunakerfa í desember. Skráning er hafin.

Samningur um birtingu Jafnlaunastaðals

Velferðarráðuneytið og Staðlaráð Íslands hafa gert með sér samstarfssamning sem tryggir almennan aðgang að Jafnlaunastaðlinum ÍST 85. Með samningnum er brugðist við áliti allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í aðdraganda lagasetningar um skyldu til vottunar jafnlaunakerfa.