Kærunefnd jafnréttismála bárust á árinu 2019 sjö mál. Í fyrsta sinn reyndi á lög nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu. Aðrir úrskurðir vörðuðu lög nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og snerust um hæfnismat vegna ráðninga í störf.
16.01.2020
Alþingi hefur samþykkt tillögu forsætisráðherra til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2020-2023. Í henni er að finna 24 verkefni sem ætlað er að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla í íslensku samfélagi og endurspegla forgangsröðun stjórnvalda í málaflokknum. Verkefnin eru einnig tengd við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
14.01.2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur í samstarfi við Jafnréttisráð boðað til jafnréttisþings undir yfirskriftinni Jafnrétti í breyttum heimi. Þingið verður haldið í Hörpu þann 20. febrúar 2020.
20.12.2019
Lokað verður á Jafnréttisstofu milli jóla og nýars. Við opnum aftur 2. janúar.
20.12.2019
Haldið var námskeið um jafnréttisáætlanir sveitarfélaga í byrjun desember. Eins og kom fram í fréttum nýlega höfðu einungis 26% sveitarfélaga skilað jafnréttisáætlunum innan lögbundins frests, skv. lögum nr. 10/2008 og ákveðið var að bregðast við því, meðal annars með þessu námskeiði. Enn er hægt að kaupa aðgang að námskeiðinu.
19.12.2019
Þann 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gegn konum, hófst sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Átakinu lauk þann 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum. Dagsetningarnar tengja því saman, á táknrænan hátt, kynbundið ofbeldi og mannréttindi. Markmið átaksins er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis og hvetja til opinnar umræðu og vitundarvakningar meðal almennings.
16.12.2019
Mánudaginn 25. nóvember kl. 17:00, fer fram ljósaganga í tilefni upphafs 16 daga átaks gegn kynbundu ofbeldi.
22.11.2019
Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Rannsóknarsetur um sveitarstjórnarmál standa fyrir námskeiði um gerð jafnréttisáætlana sveitarfélaga í samstarfi við og stuðningi frá Jafnréttisstofu.
14.11.2019
Lögmannsstofan Aðalsteinsson & Partners birti nýlega skýrslu um rannsókn á atvinnumöguleikum innflytjenda á Íslandi hjá hinu opinbera. Sjónum var sérstaklega beint að langskólagengnu fólki.
13.11.2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu jafnréttismála, og Bergþóra Benediktsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, heimsóttu Jafnréttisstofu í morgun og áttu góðan fund með starfsfólki stofnunarinnar.
08.11.2019