Hefur þú verið beitt ofbeldi í nánu sambandi?

Forsíðumynd

 

Ert þú kona sem hefur verið beitt ofbeldi

í nánu sambandi?

 

Vilt þú taka þátt í rannsókn á því hvernig konur leita sér hjálpar, vinna úr og eflast eftir ofbeldi í nánu sambandi?

Skilyrði fyrir þátttöku er að vera kona, 18 ára eða eldri, hafa orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi og a.m.k. eitt ár verður að hafa liðið frá því að ofbeldissambandinu lauk.

Uppfyllir þú skilyrði fyrir þátttöku skaltu lesa nánar um rannsóknina í þessu kynningarbréfi og smella svo á hnappinn hér neðar í fréttinni til að taka þátt. Þú byrjar á því að fylla út um 30-40 mínútna könnun. Eftir það stendur þér einnig til boða að taka þátt í tvenns konar viðtölum, þar sem þú ræðir um reynslu þína. Nafn þitt mun hvergi koma fram og fullum trúnaði er heitið.

Niðurstöður rannsóknarinnar geta veitt mikilvægar upplýsingar sem gagnast gætu konum sem beittar hafa verið ofbeldi í nánu sambandi og fjölskyldum þeirra. Þátttaka þín gæti jafnframt gagnast samfélaginu öllu við að finna leiðir til að styðja konur í þessari stöðu til betra lífs.

Ég hef lesið kynningarbréfið og vil taka þátt

Athugaðu að fyrst birtist texti á ensku þar sem þú ert beðin um að velja viðeigandi tungumál. Þú velur „Íslenska“ með því að smella á gluggann til hægri. Sjá mynd hér fyrir neðan.

 

leiðbeiningar

 

Velkomið er að senda fyrirspurnir til okkar í tölvupósti án skuldbindingar um þátttöku

Hulda Sædís Bryngeirsdóttir, hulda@unak.is

Karen Birna Þorvaldsdóttir, karenbirna@unak.is