Fréttir

Samstarf Jafnréttisstofu og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ)

Gæðaverkefnið Fyrirmyndarfélag ÍSÍ hvetur íþrótta- og ungmennafélög til að huga vel að jafnréttismálum í sínu starfi og setja sér jafnréttisáætlun. Í kjölfar #MeToo umræðunnar tóku ÍSÍ og Jafnréttisstofa höndum saman með það að markmiði að aðstoða íþróttafélög við gerð jafnréttisáætlana þar sem m.a. kemur fram hvernig staðið er að forvörnum til að fyrirbyggja kynbundið ofbeldi, kynbundna áreitni og kynferðislega áreitni.

Enskur bæklingur um stjórnsýslu jafnréttismála

Nýr enskur bæklingur um jafnréttismál á Íslandi er kominn út. Í honum er að finna upplýsingar um stjórnsýslu jafnréttismála á Íslandi og samantekt um jafnréttismál á ýmsum sviðum samfélagsins. Einnig má þar lesa um helstu áfanga í jafnréttismálum. Hægt er að nálgast rafræna útgáfu hér eða hafa samband við Jafnréttisstofu og fá eintak sent.

Konur og karlar á Íslandi 2019

Jafnréttisstofa gefur út bæklinginn Konur og karlar á Íslandi 2019, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti. Bæklingurinn Konur og karlar á Íslandi 2019 kemur út á íslensku og ensku og hefur að geyma tölfræðilegar upplýsingar þar sem varpað er ljósi á ólíka stöðu karla og kvenna eins og hún birtist á ýmsan hátt í íslensku samfélagi.

Herferðin Þú átt von tilnefnd til Lúðursins

Herferðin Þú átt VON sem Jafnréttisstofa gerði í samstarfi við ENNEMM og Sagafilm er tilnefnd til Lúðursins í flokki almannaheillaauglýsinga! ÍMARK, félag íslensks markaðsfólks, í samráði við Samband íslenskra auglýsingastofa, stendur að veitingu Lúðursins, íslensku auglýsingaverðlaunanna og verða þau veitt þann 8. mars nk.

Að bogna en brotna ekki. Áföll – Afleiðingar – Úrvinnsla

Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna boða Zontaklúbbur Akureyrar, Zontaklúbburinn Þórunn hyrna og Jafnréttisstofa til hádegisfundar um áföll, afleiðingar þeirra og úrvinnslu.

Hennar rödd - pallborðsumræður með konum af erlendum uppruna

Þér er boðið á viðburðinn Hennar rödd - pallborðsumræður með konum af erlendum uppruna, en viðburðurinn er haldinn í tilefni alþjóðlega kvennadagsins í Gym & Tonic salnum á Kex Hostel.

Þegar konur segja frá - #metoo og kraftur samstöðunnar

Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars bjóða ASÍ, BHM, BSRB, Kvenréttindafélag Íslands, Jafnréttisstofa, Kennarasamband Íslands og Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja til hádegisverðarfundar 7. mars kl. 12-13. Yfirskrift fundarins er Þegar konur segja frá - #metoo og kraftur samstöðunnar.

Konur taka af skarið!

AkureyrarAkademían, ásamt Jafnréttisstofu, Starfsgreinasambandinu og JCI Sprota standa fyrir námskeiði sem ber yfirskriftina Konur taka af skarið! Viltu láta til þín taka og hafa áhrif á verkalýðsbaráttuna og samfélagið? Námskeiðið er opið öllum konum sem eru félagar í Starfsgreinasambandi Íslands eða í starfsmannafélögum sveitarfélaganna, þeim að kostnaðarlausu og hvetjum við þær sem hafa áhuga á verkalýðsmálum til að skrá sig sem fyrst.

Karlmennska og jafnréttisuppeldi

Bókin Karlmennska og jafnréttisuppeldi eftir Ingólf Ásgeir Jóhannesson er nú aðgengileg í rafrænu formi á vefnum Opin vísindi.

Norræni jafnréttissjóðurinn auglýsir eftir styrkumsóknum

Þann 1. mars verður opnað fyrir umsóknir í Norræna jafnréttisjóðinn. Rúmum tveimur milljónum danskra króna verður veitt til norænna jafnréttisverkefna árið 2019.