Fréttir

Bæklingur um áreitni á þremur tungumálum

Allt launafólk á rétt á því að njóta skilyrðislausrar verndar gegn kynbundinni og kynferðislegri áreitni og öðru ofbeldi á vinnustað. Mikilvægt er að allir starfsmenn þekki sín réttindi. Nú er kominn út bækling á íslensku, ensku og pólsku þar sem farið er yfir rétt starfsfólks þegar kemur að kynbundinni og kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Að bæklingnum standa ASÍ, BHM, BSRB, KÍ, Jafnréttisráð og Jafnréttisstofa. Íslensk útgáfa bæklingsins var fyrst gefin út á alþjóðlegum baráttudegi kvenna árið 2016. Hann er nú endurútgefinn auk þess sem hann hefur verið þýddur á ensku og pólsku.

Bandamenn: Námskeið fyrir karla sem vilja beita sér í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi - dagana 14.-15. apríl 2018

Stígamót bjóða upp á ítarlegt tveggja daga námskeið um kynferðisofbeldi gegn konum, með sérstakri áherslu á hvað karlar geta gert til að berjast gegn því. Tilgangurinn námskeiðsins er að þátttakendur öðlist dýpri skilning á mikilvægum hugtökum og viðfangsefnum sem varða kynbundið ofbeldi. Farið verður yfir hvernig baráttan hefur þróast og af hverju það er mikilvægt að karlar taki þátt í henni.

Tæklum þetta!

Fullt var út úr dyrum á hádegisfundi sem haldinn var á Akureyri í dag í tilefni Alþjóðlegs baráttudags kvenna. Yfirskrift fundarins var „Tæklum þetta! Viðbrögð íþróttahreyfingarinnar við #MeToo“.

Konur og karlar á Íslandi 2018

Í dag, á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna, kom út bæklingurinn Konur og karlar á Íslandi 2018. Það er Hagstofa Íslands sem gefur bæklinginn út í samstarfi við Jafnréttisstofu og velferðarráðuneytið.

Ráðherra og Jafnréttisráð boða til jafnréttisþings 7.-8. mars

Jafnréttisþing félags- og jafnréttismálaráðherra og Jafnréttisráðs verður haldið miðvikudaginn og fimmtudaginn 7. – 8. mars 2018 undir yfirskriftinni Útvíkkun jafnréttisstarfs - #metoo og margbreytileiki.

Tæklum þetta!

Viðbrögð Íþróttahreyfingarinnar við #MeToo. Í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna fimmtudaginn 8. mars n.k. er boðað til hádegisfundar í anddyri Borga við Norðurslóð á Akureyri. Yfirskrift fundarins

Kynjaþing 2018

Kvenréttindafélag Íslands stendur fyrir Kynjaþingi 2018. Þingið er haldið laugardaginn 3. mars í Tækniskólanum á Skólavörðuholti og hefst dagskrá klukkan 12

Innköllun jafnréttisáætlana

Innköllun er hafin á jafnréttisáætlunum hjá fyrirtækjum með 250 starfsmenn og fleiri. Þessi fyrirtæki eiga lögum samkvæmt að hafa öðlast jafnlaunavottun í lok þessa árs.

Dagatal 2018

Starfsfólk Jafnréttisstofu er nú að undirbúa útsendingu á dagatali fyrir 2018. Að þessu standa Jafnréttisstofa og Vinnueftirlitið sameiginlega að útgáfu dagatalsins.

Íþróttafélög - Innköllun jafnréttisáætlana

Jafnréttisstofa er að hefja innköllun jafnréttisáætlana frá íþróttafélögum. Byrjað verður á því að kalla eftir jafnréttisáætlunum frá fyrirmyndarfélögum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.