Fréttir

Umfangsmesta rannsókn um heimilisofbeldi á Íslandi

Drífa Jónasdóttir, doktorsnemi við læknadeild Háskóla Íslands, hefur síðustu ár rannsakað umfang og eðli heimilisofbeldis, eins og það birtist í gögnum hjá Landspítalanum á tíu árum frá 2005 til 2014. Í rannsókn Drífu var sjónum beint að líkamlegum áverkum, ekki þeim sálrænu, sem rannsóknir sýna að eðli málsins samkvæmt geti verið miklir. Rannsókn Drífu dregur einnig fram í dagsljósið þann kostnað sem fylgir spítalakomum kvennanna, kostnaður eins og hann birtist í gögnum Landsspítalans.

Kynja- og jafnréttissjónarmið við hönnun og birtingu auglýsinga

Við hönnun og birtingu auglýsinga skal gæta þess að farið sé eftir lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 og lögum um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna nr. 85/2018. Í lögunum er tekið fram að auglýsandi og sá sem hannar eða birtir auglýsingu skuli sjá til þess að auglýsingin sé ekki til minnkunar, lítilsvirðingar eða stríði gegn lögum.

Opið fjarnámskeið fyrir starfsfólk sveitarfélaga

Í haust bauð Jafnréttisstofa sveitarfélögum upp á fjarnámskeið um jafnréttislöggjöfina og aðferðafræði kynjasamþættingar sem sveitarfélögum er ætlað að nota við stefnumótun og ákvarðanatöku í tengslum við þjónustu við borgarana. Námskeiðið var vel sótt og nú býður Jafnréttisstofa starfsfólki sveitarfélaganna frítt aðgengi að nokkrum fyrirlestrum í rúma viku.

Þú átt VON - vitundarvakning um heimilisofbeldi

Þú átt VON er afrakstur vitundarvakningarverkefnis um heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum. Þar er bent á fjölbreyttan stuðning og aðstoð sem er í boði og þolendur hvattir til að hringja í 112 til að leita sér hjálpar og finna það úrræði sem hentar best.

Sjónvarpsþáttaröðin HVERS VEGNA EKKI?!

Sjónvarpsþáttaröðin HVERS VEGNA EKKI?! - frábærir framhaldsþættir sem slegið hafa í gegn víða í Evrópu og hafa hlotið fjölda viðurkenninga. Hvers vegna ekki?! fjallar um ævintýralegt ferðalag Önnu Sooväli frá því að vera bekkjarlúðinn í að verða hin ofursvala rappstjarna NoJik. Auk þess fáum við að fylgjast með fjölskyldu- og félagslífi Önnu, sem er vægast sagt viðburðaríkt. Hver þáttur er u.þ.b. 28 mínútur og þættirnir eru 10 talsins og eru textaðir á íslensku.

Jafnréttisstofa býður upp á fjarnámskeið

Jafnréttisstofa í samstarfi við Símenntun Háskólans á Akureyri býður nú upp á námskeið um ýmsa fleti jafnréttisstarfs í fjarnámi.

Baráttan heldur áfram! Kjarajafnrétti og ný jafnréttislög

Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars bjóða ASÍ, BHM, BSRB, Jafnréttisráð, Jafnréttisstofa, Kennarasamband Íslands og Kvenréttindafélag Íslands til hádegisverðarfundar 5. mars kl. 12–13. Yfirskrift fundarins er Baráttan heldur áfram! Kjarajafnrétti og ný jafnréttislög.

Skýrsla forsætisráðherra um stöðu og þróun jafnréttismála 2018 – 2019

Skýrsla forsætisráðherra um stöðu og þróun jafnréttismála 2018 – 2019 hefur verið birt á vef Stjórnarráðsins í tilefni Jafnréttisþings fór fram í Hörpu 20. febrúar. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að þó að atvinnuþátttaka kvenna sé með því mesta sem þekkist í Evrópu sé kynbundin verkaskipting enn einkennandi fyrir íslenskan vinnumarkað, við umönnun og innan heimila. Konur eru líklegri en karlar til að sinna hlutastörfum en tæplega 27% þeirra eru í hlutastarfi samanborið við 6,5% karla. Karlar vinna einnig lengri vinnudag og líklegra er að vinnutími þeirra sé óhefðbundinn en vinnutími kvenna. Þá kemur fram að konur eru líklegri til að axla ábyrgð á umönnun gagnvart skyldmennum en karlar.

Jafnréttissjóður Íslands auglýsir eftir umsóknum

Rannís lýsir nú eftir umsóknum um styrki úr Jafnréttissjóði Íslands. Opnað hefur verið fyrir umsóknir í sjóðinn og er umsóknarfrestur til 3. apríl 2020, kl. 16:00

Streymi frá Jafnréttisþingi í Hörpu 20.02.2020

Jafnréttisþing verður haldið í Hörpu í dag, fimmtudaginn 20. febrúar og hefst kl. 10.00. Hægt er að horfa á streymi frá þinginu hér fyrir neðan.