Mánudaginn 25. nóvember kl. 17:00, fer fram ljósaganga í tilefni upphafs 16 daga átaks gegn kynbundu ofbeldi.
22.11.2019
Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Rannsóknarsetur um sveitarstjórnarmál standa fyrir námskeiði um gerð jafnréttisáætlana sveitarfélaga í samstarfi við og stuðningi frá Jafnréttisstofu.
14.11.2019
Lögmannsstofan Aðalsteinsson & Partners birti nýlega skýrslu um rannsókn á atvinnumöguleikum innflytjenda á Íslandi hjá hinu opinbera. Sjónum var sérstaklega beint að langskólagengnu fólki.
13.11.2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu jafnréttismála, og Bergþóra Benediktsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, heimsóttu Jafnréttisstofu í morgun og áttu góðan fund með starfsfólki stofnunarinnar.
08.11.2019
Hópur kvenna frá Bandaríkjunum heimsótti Jafnréttisstofu nýlega en þær voru hér á ferð á vegum Girlfriend Circle sem er samfélag kvenna sem vilja halda á lofti vinskap og efla vináttu. Fyrir utan hefðbundna ferðamannaskoðun, þá er áherslan ávallt á konur og það sem þær hafast við í hverju landi á hverjum tíma, og að læra um reynslu þeirra og áskoranir.
04.11.2019
Innköllun jafnréttisáætlana frá leikskólum hófst í apríl 2019 og lauk um miðjan október. Innköllunin náði til 244 skóla og skiluðu 174 eða 71% fullgildum jafnréttisáætlunum eða gögnum til Jafnréttisstofu. Þetta eru heldur slakari heimtur en fyrir fjórum árum þegar um 80% skólanna skiluðu umbeðnum gögnum.
04.11.2019
Jafnréttisstofa ásamt samstarfsaðilum í Bretlandi, Grikklandi og á Íslandi og Spáni hlutu í ár Erasmus+ styrk til að hanna og þróa námskeið fyrir konur sem hafa áhuga á að komast til áhrifa í atvinnulífinu. Verkefnið stendur yfir í 30 mánuði og mun ljúka með útgáfu leiðbeininga um stefnumótun í atvinnumálum sem stuðlar að jafnri þátttöku og tækifærum kynjanna á vinnumarkaði.
Fyrsti vinnufundur samstarfsaðila fór fram í Sheffield 10-11 október síðastliðinn en þar var farið yfir helstu verkþætti og skipulag vinnunnar sem framundan er.
22.10.2019
Rúmlega 75% sveitarfélaga hafa ekki sett sér fullgildar jafnréttisáætlanir og uppfylla því ekki að fullu kröfur laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Samkvæmt lögunum skulu jafnréttisáætlanir lagðar fram til samþykktar í viðkomandi sveitarstjórn eigi síðar en ári eftir sveitarstjórnarkosningar. Flest þeirra sveitarfélaga sem ekki hafa fullgilda jafnréttisáætlun eiga að ljúka jafnlaunavottun á þessu ári.
26.09.2019
Starfsfólk Jafnréttisstofu átti góðan fund í morgun með nefndarfólki úr allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sem heimsótti Jafnréttisstofu og kynnti sér starfsemi stofunnar
24.09.2019
Jafnréttisstofa stóð í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Garðabæ fyrir landsfundi um jafnréttismál sveitarfélaga dagana 4.-5. september sl. Um er að ræða árlegan viðburð þar sem ræddar eru ýmsar hliðar á því hlutverki sem sveitarfélögin gegna út frá jafnréttissjónarmiði og m.t.t. þeirra lagaskyldna sem að því lúta.
11.09.2019