Rauði þráðurinn í umræðum var jafnréttisfræðsla í víðum skilningi

Í október kom út samantekt af fyrsta fundi Jafnréttisráðs frá samráðsvettvangi um jafnrétti kynjanna sem fór fram í júní á þessu ári. Rauði þráðurinn í umræðunum var mikilvægi jafnréttisfræðslu, bæði í skólakerfinu sem og í atvinnulífinu. Var þar fjallað um skyldu skólakerfisins en jafnréttisfræðsla er skylda á öllum skólastigum. Kennarar hafa þó ekki allir þekkingu eða getu til að sinna þessari fræðslu þar sem hún er ekki hluti af námi þeirra og sjaldan er tekinn frá tími í stundaskrá til að sinna henni.

 

Einnig var rætt um mikilvægi þess að til staðar sé virk jafnréttisfræðsla fyrir atvinnulífið, starfsfólk almennt og stjórnendur. Slík fræðsla ætti að hafa tvíþætt markmið. Annars vegar að fólk þekki rétt sinn og hins vegar að atvinnurekendur þekki skyldur sínar samkvæmt lögum“ eins og segir í samantektinni.

 

Samhljómur var á meðal þátttakenda þegar kom að umræðu um mannréttindi, réttindabaráttu og fjölbreytileika. Jafnframt var mikill vilji til að vinna saman og halda samstöðunni til að koma í veg fyrir að Ísland lendi í svipuðu bakslagi í mannréttindamálum og sést hefur víða í Evrópu undanfarið.

 

Hér er hægt að lesa samantektina.