#JÁTAK er hafið

Játak hvetur öll framboð til borgar-, bæjar- og sveitarstjórna til að huga að fjölbreytni, standa vörð um jafnan rétt allra kynja og stilla upp listum sem spanna vel fjölbreytt litróf mannlífsins.

Í Byggðaáætlun stjórnvalda er tekið fram að mikilvægt sé að viðhalda jöfnu kynjahlutfalli í sveitarstjórnum landsins og hvetja fjölbreyttan hóp til þátttöku í sveitarstjórnarmálum. Var því farið af stað í Játak sem er jafnréttisátak í fjölbreytni.

Við vonum að með samstillu Játaki megi auka fjölbreytni í framboði til sveitarstjórna. Við þurfum á því að halda að sem flest kyn á fjölbreyttum aldri og með allskyns uppruna sameinist um að móta samfélag okkar.

Játak er framtak Jafnréttisstofu og forsætisráðuneytisins í samstarfi við Kvenréttindafélag Íslands, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og Samband íslenskra sveitarfélaga.

Kjósum jafnrétti í vor!
#JÁTAK