Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga - fjarfundur

Akureyrarbær og Jafnréttisstofa boða til landsfundar um jafnréttismál sveitarfélaga þriðjudaginn 15. september milli kl. 9 og 12, en að þessu sinni verður haldinn fjarfundur í ljósi aðstæðna í samfélaginu. 

Vinsamlega skráið þátttöku hér fyrir kl. 10 mánudaginn 14. september

 

Dagskrá verður að venju fjölbreytt:

  • Jón Fannar Kolbeinsson, lögfræðingur hjá Jafnréttisstofu: Jafnréttislöggjöfin, útvíkkun og endurskoðun.
  • Anna Guðrún Björnsdóttir, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga: Sveitarfélögin og fyrirhugaðar breytingar á jafnréttislögum.
  • Bryndís Elfa Valdemarsdóttir, jafnréttisráðgjafi hjá Akureyrarbæ: Allskonar Akureyri - Mannréttindastefna Akureyrar.
  • Bryndís Elfa Valdemarsdóttir, jafnréttisráðgjafi hjá Akureyrarbæ: Afurðir Norræns samstarfs.
  • Hugrún R. Hjaltadóttir, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu: Iðkum lýðræði - gátlisti við skipulagningu viðburða.
  • Fayrouz Nouh, MA í félagsvísindum: Arab Muslim immigrant women in Iceland outside the capital area.
  • Markus Hermann Meckl, prófessor við Háskólann á Akureyri: Gender specific challenges in migration.
  • Innýn í sveitarfélög - umræður í vefstofum: Raddir ungmenna - jafnlaunavottun - fjölmenning - áskoranir smærri sveitarfélaga

Fundarstjóri: Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. 

Pdf útgáfa af dagskrá

Dagskrá landsfundar