Leiðbeiningar og önnur hjálpargögn fyrir umsókn um jafnlaunastaðfestingu

Á heimasíðu Jafnréttisstofu má nú nálgast ýmis hjálpargögn fyrir umsókn jafnlaunastaðfestingar, má þar helst nefna sniðmát fyrir starfaflokkun og launagreiningu ásamt skjali með sýnidæmi, gátlista við gerð umsóknar og samanburð á staðfestingu og vottun. Einnig er komin síða með spurningum og svörum.

Fyrirtæki og stofnanir þar sem starfa að jafnaði 25 – 49 starfsmenn hafa val um það að öðlast jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu eigi síðar en 31. desember 2022.

Til þess að hljóta jafnlaunastaðfestingu þurfa fyrirtæki og stofnanir að standa skil á ýmsum gögnum, til að mynda starfaflokkun, launagreiningu og útreikningi á kynbundnum launamun, viðbótargreiðslum og aukagreiðslum til kvenna og karla

Ef spurningar vakna eða aðstoðar er þörf má endilega hafa samband við Jafnréttisstofu á jafnretti@jafnretti.is

Hlekkir á umræddar síður:
Leiðbeiningar
Spurt & svarað