Fundur norrænna jafnréttisumboða

Heimsókn á Listasafn Akureyrar. Mynd fengin frá Listasafninu.
Heimsókn á Listasafn Akureyrar. Mynd fengin frá Listasafninu.

Dagana 5. og 6. maí var fundur norrænna jafnréttisumboða haldinn á Akureyri. Um er að ræða árlegan fund sem umboðin halda til skiptis og haustið 2021 var komið að Jafnréttisstofu að hýsa fundinn en vegna heimsfaraldurs náðist ekki að halda hann fyrr en nú. Jafnréttisstofa hefur verið þátttakandi í samstarfinu um árabil.

Fundurinn var mjög vel sóttur, þátttakendur voru alls 27 og komu fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum. Dagskráin samanstóð af kynningum umboðanna, samtali milli þátttakenda og fyrirlestrum frá fræðafólki. Stofnanirnar kynntu það sem efst er á baugi hjá þeim en auk þess var sérstök umræða um þau málefni sem helst brunnu á. Hér má nefna löggjöf um réttindi hinsegin fólks, kynjaskiptan vinnumarkaður og meðferð einstaklingsmála.

Þá kynntu Anna Soffía Víkingsdóttir doktorsnemi við Háskóla Íslands og Andrea Hjálmsdóttir lektor við Háskólann á Akureyri rannsóknir sínar. Anna Soffía vinnur að rannsókn um kyn og íþróttir með tilliti til #metoo og Andrea hefur rannsakað áhrif heimsfaraldurs covid 19 á verkaskiptingu kynjanna á heimilum. Fyrirlestrar þeirra vöktu mikla athygli fundarfólks.

Næsti fundur norrænu stofnananna verður haldinn í Stokkhólmi haustið 2023.