Fréttir

Jafnréttisstofa hefur sent Vottum Jehóva á Íslandi bréf

Með vísan til fjölmiðlaumfjöllunar um myndbandið Einn maður, ein kona sem birt er á fræðslusíðu Votta Jehóva undir flokknum Börn hefur Jafnréttisstofa sent Vottum Jehóva bréf.

Kallað eftir upplýsingum frá framhaldsskólum

Jafnréttisstofa hefur óskað eftir upplýsingum frá framhaldsskólunum um stöðu aðgerða í jafnréttisáætlunum.

Meinlaust?

Jafnréttisstofa hleypir í dag af stokkunum vitundarvakningunni Meinlaust?

Námskeið og fræðslumyndbönd um jafnlaunastaðfestingu

Nú hefur Jafnréttisstofa gefið út fræðslumyndbönd um jafnlaunastaðfestingu, sem eiga að styðja umsækjendur í umsóknarferlinu og þeirri vinnu sem fylgir.

Verkmenntaskólinn á Akureyri fær KÁ – vitann

Verkmenntaskólinn á Akureyri var síðastliðinn föstudag fyrsti framhaldsskólinn til þess að fá fræðsluna KÁ - vitinn sem Jafnréttisstofa býður vinnustöðum.

Aðgerð B.18 í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024: Atvinnuþátttaka og tekjumunur eftir búsetu

Jafnréttisstofa hefur birt greinargerð rannsóknar á atvinnu- og tekjumöguleikum kvenna á landsbyggðinni. Rannsóknin byggir á viðtalskönnun við konur í tveimur aldurshópum: eldri hóp, á landsbyggðinni, með háskólamenntun og starfsreynslu á sviðum sinnar sérmenntunar og yngri hópi með menntun á háskólastigi, höfðu nýlega lokið námi og voru búsettar á landsbyggðinni. Rannsóknin er hluti af aðgerðaáætlun í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024, sem samanstóð af alls 54 aðgerðum.

Ólaunuð heimilis- og umönnunarstörf – önnur og þriðja vaktin rannsakaðar

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hefja undirbúning að rannsókn á ólaunuðum heimilis- og umönnunarstöfum, sem stundum nefnast önnur og þriðja vaktin.

Konur gára vatnið - fréttabréf

Lokaráðstefna og lokafundur verkefnisins Konur gára vatnið fóru fram á Akureyri í maí síðast liðnum. 

Jöfn meðferð utan vinnumarkaðar

Um miðjan júní samþykkti Alþingi breytingu á lögum um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna utan vinnumarkaðar þannig að þau ná nú til sömu mismununarþátta og lög um jafna meðferð á vinnumarkaði. Lögin taka því til jafnrar meðferðar óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu.

Efling á leiðtogafærni kvenna - Konur gára vatnið

Handbók fyrir stefnumótendur