Fréttir

Samningur um gerð greiningar á stöðu kvenna af erlendum uppruna

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, og Unnur Dís Skaptadóttir, fyrir hönd Háskóla Íslands og verkefnisins Hreyfanleiki og þverþjóðleiki á Íslandi, undirrituðu í dag samning milli velferðarráðuneytisins og Háskóla Íslands um gerð greiningar á stöðu kvenna af erlendum uppruna. Markmið greiningarinnar er meðal annars að kortleggja þá þekkingu sem liggur fyrir um stöðu kvenna af erlendum uppruna og afla eigindlegra gagna um helstu hindranir sem konur af erlendum uppruna upplifa í íslensku samfélagi.

Konur taka af skarið! - Akureyri

AkureyrarAkademían, ásamt Jafnréttisstofu, Starfsgreinasambandinu og JCI Sprota standa fyrir námskeiði sem ber yfirskriftina Konur taka af skarið! Viltu láta til þín taka og hafa áhrif á verkalýðsbaráttuna og samfélagið?

Kynningarblað um jafnrétti

Þann 24. október sl. kom út kynningarblað um jafnrétti með Fréttablaðinu. Þar er m.a. að finna áhugaverðar greinar um jafnréttismál og viðtöl við starfsmenn Jafnréttisstofu um ýmis verkefni stofunnar.

Fimm ára áætlun um kynjaða fjárlagagerð samþykkt í ríkisstjórn

Fimm ára áætlun um kynjaða fjárlagagerð var samþykkt í ríkisstjórn sl. föstudag. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur haft forystu um gerð áætlunarinnar í samráði við ráðherra jafnréttismála.

Opið á Jafnréttisstofu eftir klukkan 14:55 í dag

Strákarnir á Jafnréttisstofu standa vaktina í dag eftir klukkan 14:55 þegar konurnar á vinnustaðnum ganga út. Opnunartími stofnunarinnar verður því með hefðbundnu sniði.

Kvennafrí 2018 - Baráttufundir um allt land

Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:55 miðvikudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Arnarhóli, kl. 15:30 undir kjörorðinu: Breytum ekki konum, breytum samfélaginu!

Þú átt VON - Vitundarvakning um heimilisofbeldi

Þú átt VON er vitundarvakning á vegum Jafnréttisstofu um heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum. Í henni er bent á fjölbreyttan stuðning og aðstoð sem er í boði og þolendur hvattir til að hringja í 112 til að leita sér hjálpar og finna það úrræði sem hentar best.

Streymi af ráðstefnunni Gerum betur!

Streymt verður af ráðstefnunni Gerum betur - áhrifaríkar aðferðir og helstu hindranir sem verður á Hotel Natura á morgunn.

Dagskrá ráðstefnunnar Gerum betur!

Ráðstefna um samvinnu í heimilisofbeldismálum verður haldin þann 18. október 2018 á Icelandair hótel Reykjavík Natura kl. 10.00–16.00. Ráðstefnan er ætluð fagfólki sem vinnur með ofbeldi í nánum samböndum og almenningi sem vill láta sig málefnið varða.

Gerum betur! Áhrifaríkar aðferðir og helstu hindranir í vinnu með heimilisofbeldismál

Ráðstefna um samvinnu í heimilisofbeldismálum verður haldin þann 18. október 2018 á Icelandair hótel Reykjavík Natura kl. 10.00–16.00. Ráðstefnan er ætluð fagfólki sem vinnur með ofbeldi í nánum samböndum og almenningi sem vill láta sig málefnið varða.