- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Mismunun á sér ýmsar birtingarmyndir. Hún getur átt sér stað við kaup á þjónustu eða við ráðningu í tiltekið starf, svo fátt eitt sé nefnt. Mismunun er ólögleg, bæði á vinnumarkaði og í daglegu lífi. Þetta á við um mismunun á grundvelli kyns, kynsþáttar, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, skertrar starfsgetu, þjóðernisuppruna, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningar.
Nú höfum við sett inn upplýsingar á íslensku og ensku á heimasíðuna okkar þar sem einstaklingar geta kynnt sér nánar hvað felst í banni við mismunun samkvæmt jafnréttislögum ásamt því að geta leitað aðstoðar hjá ráðgjöfum Jafnréttisstofu á einfaldan hátt. Þar má einnig finna upplýsingar um kærunefnd jafnréttismála en hafa ber í huga að hægt er að leita til hennar í eigin nafni eða fyrir hönd félagsmanna.
Jafnréttisstofa hvetur einstaklinga, fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök til að kynna sér efnið vel.
Síðuna má finna hér.