- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Í byrjun október varð Jafnréttisstofa aðili að evrópsku neti jafnréttisstofnana, Equinet, í fyrsta sinn. Martha Lilja Olsen, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, kynnti aðildarumsóknina á aðalfundi Equinet í Brussel, þar sem hún fékk einróma samþykki.
Með þessari nýju aðild gefst Jafnréttisstofu tækifæri til að miðla sinni þekkingu og öðlast aðgang að dýrmætri sérfræðiþekkingu frá helstu sérfræðingum Evrópu í jafnréttismálum. Equinet er leiðandi net jafnréttisstofnana sem vinnur að því að stuðla að jafnrétti í Evrópu, með því að styðja stofnanir við að vinna áhrifaríkt starf fyrir jafnari samfélög; þar sem jafnrétti er veruleiki fyrir öll, fjölbreytileiki er metinn að verðleikum og allar birtingamyndir mismununar hafa verið útrýmt.
Starfsfólk Jafnréttisstofu er stolt af því að tilheyra þessu öfluga neti og er spennt að nýta tækifærin sem þessi aðild býður upp á til að miðla þekkingu og öðlast nýja innsýn í jafnréttismál.
Sjá má fram á spennandi þróun í starfi Jafnréttisstofu, þar sem samstarf við evrópskar jafnréttisstofnanir mun styrkja baráttuna fyrir jafnrétti og fjölbreytileika í íslensku samfélagi.